Search
Close this search box.

Ályktun

Stjórnir Rithöfundasambands Íslands og Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugangna, lýsa áhyggjum sínum af því að innbundnar bækur verði ekki lengur prentaðar hér á landi en stærsta prentsmiðja landsins, Oddi, mun hætta prentun innbundinna bóka á næsta ári. Við það mun mikil fagþekking glatast sem erfitt getur reynst að ná upp aftur.

Það er mikið hagsmunamál fyrir höfunda að bækur séu prentaðar á Íslandi. Íslenskur bókamarkaður er um margt sérstakur og mesta sölutímabilið stutt. Ljóst er að erfiðara verður að endurprenta bækur en áður og hætt við að vinsælar bækur seljist upp löngu fyrir jól. Þá er líklegt að fyrirkomulagið leiði til meiri sóunar þar sem útgefendur munu líklega láta prenta fleiri eintök af hverjum titli þegar framleiðslutíminn er lengri. Það er vafamál hvort þjóð sem hættir að prenta sínar eigin bækur geti með réttu kallað sig bókaþjóð.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email