Search
Close this search box.

Höfundakvöld – Silja Aðalsteinsdóttir og Sveinn Einarsson

Slide1

Samfélagið á 20. öld, allt frá viðskiptalífi til menningarmála, verður undir á spennandi höfundakvöldi í Gunnarshúsi mánudaginn 11. desember kl. 20. Bókmenntaspekúlantinn og útvarpsmaðurinn Jórunn Sigurðardóttir fær til sín Svein Einarsson og Silju Aðalsteinsdóttur og ræðir við þau um minningabækur sem þau sendu frá sér í haust. Í bók Sveins, Mitt litla leiksvið, fer Sveinn yfir glæstan feril og segir sögur af sér og samferðafólki sínu en bók Silju, Allt kann sá er bíða kann, segir frá lífshlaupi dagblaðamógúlsins Sveins R. Eyjólfssonar, viðskiptum og baráttu við afskiptasama stjórnmálamenn. Bækurnar segja að mestu frá sama tímanum en koma að málunum á ólíka vegu svo búist er við fjörlegum umræðum. Áhugafólk um íslenskt samfélag á seinni hluta 20. aldar ætti ekki láta sig vanta.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email