Bergþóra Snæbjörnsdóttir hlýtur Maístjörnuna

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn veita verðlaun fyrir ljóðabók sem kom út á árinu 2022. Verðlaunin, sem bera heitið Maístjarnan, voru afhent í sjöunda sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í dag 24. maí. Maístjörnuna fyrir ljóðabók ársins 2022 hlýtur Bergþóra Snæbjörnsdóttir fyrir bókina  Allt sem rennur Í umsögn dómnefndar um verðlaunabókina segir: […]

Tveir nýir heiðursfélagar Rithöfundasambandsins

Á aðalfundi þann 11. maí sl. voru kjörnir tveir nýir heiðursfélagar RSÍ, Steinunn Sigurðardóttir og Þórarinn Eldjárn. Karl Ágúst Úlfsson fráfarandi formaður fylgdi tillögunni um heiðursfélaga úr hlaði með þessum orðum: Það er að því komið að ég sinni mínu síðasta verki sem formaður RSÍ og satt best að segja einu ánægjulegasta sem ég hef […]

Ísak Harðarson látinn

Isak Hardarson

Ísak Harðarson skáld lést á Landspítalanum föstudaginn 12. maí eftir stutt veikindi. Ísak fæddist í Reykjavík þann 11. ágúst árið 1956. Hann lauk stúdentsprófi 1977 og stundaði síðan nám við Kennaraháskóla Íslands auk íslenskunáms við Háskóla Íslands. Ísak sendi frá sér sína fyrstu bók, ljóðabókina Þriggja orða nafn árið 1982 og síðan hefur hann gefið […]

Aðalfundur RSÍ 2023

Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands var haldinn í Gunnarshúsi þann 11. maí 2023.  Á fundinum var Margrét Tryggvadóttir kjörin formaður RSÍ og Ragnar Jónasson kjörinn varaformaður. Sindri Freysson var endurkjörinn meðstjórnandi og Sverrir Norland er nýr meðstjórnandi. Kamilla Einarsdóttir var kjörin varamaður. Auk þeirra sitja áfram í stjórn Jón Gnarr meðstjórnandi og Sigríður Hagalín Björnsdóttir varamaður. Karl Ágúst […]

Nýr starfsmaður hjá Rithöfundasambandi Íslands

Þórunn Hafstað

Þórunn Hafstað hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Rithöfundasambandi Íslands. Hún tekur við af Tinnu Ásgeirsdóttur sem sinnt hefur starfinu síðastliðin sjö ár. Þórunn er menntuð í sjónrænni mannfræði og kvikmyndagerð og starfaði nú síðast sem verkefnastjóri stafrænnar miðlunar hjá Háskóla Íslands. Hún er einnig stundakennari í Hagnýtri menningarmiðlun við sama skóla. Þórunn starfaði lengi sjálfstætt […]