Search
Close this search box.

Tilnefningar til Maístjörnunnar

Maístjarnan, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, verður veitt í áttunda sinn í maí. Tilnefningar til Maístjörnunnar vegna ljóðabóka útgefinna 2023 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag. Tilnefndar bækur eru: Áður en ég breytist eftir Elías Knörr. Útgefandi: Mál og menning Dulstirni/Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson. Útgefandi: Dimma Vandamál vina […]

Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2024

Bækurnar Hrím, eftir Hildi Knútsdóttur og Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttur eru tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024. Alls eru 14 norrænar myndabækur, barnabækur og unglingabækur tilnefndar. Í mörgum af þeim verkum sem tilnefnd eru í ár er fjallað um tilvistarlegar spurningar er varða lífið og dauðann. Annað endurtekið þema eru […]

Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar

Tilkynnt var um tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2024 í Iðnó þann 15. apríl sl. Alls eru 15 bækur tilnefndar í þremur flokkum: Tilnefningar í flokki frumsaminna skáldverka Tilnefningar í flokki myndlýsinga Tilnefningar í flokki þýðinga Í dómnefnd voru: Sunna Dís Jensdóttir (formaður), Anna C. Leplar, Arngrímur Vídalín Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar verða veitt við hátíðlega athöfn í […]

Gerður Krist­ný hlýtur virt norsk bók­mennta­verð­laun

Norska sendiráðið afhenti í dag Gerði Kristnýju ljóðskáldi hin virtu bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Alfred Anderson-Ryssts. Gerður hlýtur verðlaunin fyrir þær margvíslegu og stundum óvæntu tengingar á milli Íslendinga og Norðmanna sem hún hefur búið til með skrifum sínum. Bókmenntaverðlaunin Alfred Anderson-Ryssts voru stofnuð árið 1952 og eru veitt árlega höfundi sem skrifar á […]

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur fer til La Rochelle

Rithöfundasamband Íslands, sendiráð Frakklands á Íslandi og Alliance Française íReykjavík ásamt Maison des écritures de la Rochelle í Frakklandi skipuleggja nú í fjórðasinn rithöfundaskipti milli Reykjavíkur og La Rochellle í Frakklandi. Fyrsta árið var tileinkað myndasöguhöfundum, annað árið barnabókahöfundum og þaðþriðja spennusagnahöfundum. Í ár var umsóknin ekki einskorðuð við einabókmenntagrein og öllum rithöfundum frjálst að sækja […]

Ferðastyrkir félagsmanna – opið fyrir umsóknir

Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Hægt er að sækja um fyrir ferðum sem þegar hafa verið farnar ef sótt er […]

Opið fyrir sumarbókanir í Norðurbæ og Sléttaleiti

Opnað hefur verið fyrir sumarbókanir í vinnuhús RSÍ. Húsin eru í vikuleigu í tólf vikur yfir sumarið, frá föstudegi til föstudags, 31. maí – 23. ágúst Vikan kostar 15.000 kr. BÓKA NORÐURBÆ Í SUMAR BÓKA SLÉTTALEITI Í SUMAR Athugið að ekki er úthlutað skv. umsóknum heldur fá þeir sem fyrstir bóka.

Matthías Johannessen skáld og heiðursfélagi RSÍ látinn

Matthías Johannessen, skáld, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, lést á líknardeild Landspítalans 11. mars. Hann var 94 ára að aldri, fæddur í Reykjavík 3. janúar 1930. Matthías lauk Cand. -mag.-prófi í norrænum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1955, með íslenskar bókmenntir sem aðalgrein. Hann lagði stund á almenna bókmenntasögu og leiklistarfræði í Kaupmannahöfn um tíma […]

Opnað fyrir sumarbókanir í Norðurbæ og Sléttaleiti fimmtudaginn 14. mars

Opnað verður fyrir sumarbókanir í vinnuhús RSÍ, Norðurbæ og Sléttaleiti fimmtudaginn 14. mars. Húsin eru í vikuleigu í tólf vikur yfir sumarið, frá föstudegi til föstudags, 31. maí – 23. ágúst. Vikan kostar 15.000 kr. Bókað er á rafrænu eyðublaði sem opnað verður á heimasíðu RSÍ frá kl. 10 þann 14. mars. Á heimasíðunni má finna dagatal með yfirliti […]