Search
Close this search box.

Opnað fyrir sumarbókanir í Norðurbæ og Sléttaleiti fimmtudaginn 14. mars

Opnað verður fyrir sumarbókanir í vinnuhús RSÍ, Norðurbæ og Sléttaleiti fimmtudaginn 14. mars. Húsin eru í vikuleigu í tólf vikur yfir sumarið, frá föstudegi til föstudags, 31. maí – 23. ágúst. Vikan kostar 15.000 kr. Bókað er á rafrænu eyðublaði sem opnað verður á heimasíðu RSÍ frá kl. 10 þann 14. mars. Á heimasíðunni má finna dagatal með yfirliti […]

Fjöruverðlaunin 2024

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna og kvára, voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða 7. mars 2024. Kristín Ómarsdóttir hlaut verðlaun í flokki fagurbókmennta fyrir Móðurást: Oddný Í rökstuðningi dómnefndar segir: Í Móðurást: Oddný segir Kristín skáldaða sögu langömmu sinnar, Oddnýjar Þorleifsdóttur. Hún elst upp í stórum systkinahópi í uppsveitum Árnessýslu á seinni hluta nítjándu aldar og er sagan sögð […]

Ólafur Gestur Arnalds hlýtur Viðurkenningu Hagþenkis

Verðlaun Hagþenkis fyrir útgáfuárið 2023 hlýtur Ólafur Gestur Arnalds, prófessor emeritus við Landbúnaðarháskóla Íslands, fyrir rit sitt Mold ert þú – jarðvegur og íslensk náttúra. Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni, þriðjudaginn 6. mars. Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis […]

Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Anna María Bogadóttir og Kristín Eiríksdóttir eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024.   Rökstuðningur Anna María Bogadóttir Jarðsetning, skáldævisaga. Angústúra, 2022. Hvernig mótar umhverfið okkur sem manneskjur? Hvernig er best að vinda ofan af þeirri hugmynd að uppsprettur jarðar séu ótæmandi? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem Anna María Bogadóttir arkitekt spyr í bókverkinu Jarðsetningu. Bókin […]

Hild­ur Hermóðsdótt­ir látin

Hild­ur Hermóðsdótt­ir, rithöfundur, þýðandi og bóka­út­gef­andi lést 19. febrúar s.l. Hildur stundaði nám við Héraðsskólann á Laugum og síðar við Kennaraskóla Íslands þar sem hún útskrifaðist árið 1972. Hún lauk svo gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1980 með sögu og íslensku sem aukagreinar. Hildur starfaði sem lengi sem grunnskólakennari, auk þess að vinna […]

Áskorun

Við undirrituð, félagar í Rithöfundasambandi Íslands, fordæmum þjóðarmorð Ísraelsríkis á saklausum borgurum í Palestínu. Við skorum á valdhafa Íslands að fordæma árásir Ísraels á Palestínu, beita sér fyrir tafarlausu vopnahléi og slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Einnig skorum við á valdhafa að sjá til þess að palestínskum ríkisborgurum sem staddir eru á Íslandi sé tafarlaust veitt […]

Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2024

 Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Árið 2006 var tekin upp sú nýbreytni að tilnefna tíu höfunda og bækur er til greina kæmu. Viðurkenning Hagþenkis verður veitt við hátíðlega athöfn í mars í Þjóðarbókhlöðunni og hlýtur verðlaunahafinn viðurkenningarskjal og 1.250.000 krónur. Eftirfarandi eru tilnefnd […]

Verðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans 2023

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin og Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær, 31. janúar Skáldverk Steinunn Sigurðardóttir hlaut bókmenntaverðlaunin í flokki skáldverka fyrir verk sitt Ból. Útgefandi er Mál og menning Rithöfundasamband Íslands óskar höfundunum innilega til hamingju með verðlaunin!

Nýskráningar vegna greiðslna vegna útlána á bókasöfnum 2023

Nýskráningar vegna greiðslna vegna útlána á bókasöfnum 2023. Af árlegri fjárveitingu Alþingis fyrir afnot á bókasöfnum er úthlutað til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa, samkvæmt útlánum og afnotum verka þeirra á bókasöfnum. Um úthlutun gilda lög nr. 91/2007 með síðari breytingum og reglur nr. 323/2008. Til að öðlast rétt til úthlutunar úr sjóðnum þurfa […]

Gerður Kristný hlýtur viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf

Gerður Kristný hlaut í dag viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstöf. Í rökstuðningi úthlutunarnefndar segir að Gerður hefur verið mikilvirk á ritvellinum undanfarna áratugi. Hún er líka fjölhæf og fæst við ólíkar gerðir bókmennta; skrifar bæði fyrir börn og fullorðna og lætur jafn vel að fást við bundið mál og laust. Rithöfundasambandið óskar Gerði Kristnýju innilega […]