Fríða Ísberg hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin
Forseti Íslands afhenti Íslensku bjartsýnisverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 2. janúar 2022. Í ár voru þau veitt Fríðu Ísberg, ljóðskáldi og rithöfundi. Upptöku af athöfninni má sjá á facebook síðu forseta. Fríða hefur unnið við ritlist lengi þrátt fyrir ungan aldur og hlotið ýmsar viðurkenningar. Hún hefur skrifað útvarpsleikrit, ljóðabálk fyrir norska ljóðahátíð, verið leiðbeinandi, ritstjóri […]
Gerður Kristný hlýtur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
Forseti Íslands sæmdi Gerði Kristnýju heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til íslenskra bókmennta við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 1. janúar 2022. Rithöfundasamband Íslands óskar Gerði Kristnýju til hamingju með viðurkenninguna!
Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2021
Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna kynntar þann 15. des. sl. Að verðlaununum stendur Bandalag þýðenda og túlka í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda. Þau eru veitt fyrir bestu þýðingu á bókmenntaverki og er tilgangur þeirra að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskrar menningar. Sjö bækur eru tilnefndar að þessu sinni, en […]
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021 voru kynntar 1. desember sl. á Kjarvalsstöðum. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2021 verða afhent um mánaðamótin janúar-febrúar 2022 af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Formenn dómnefndanna þriggja, Andri Yrkill Valsson, Hanna Steinunn Þorleifsdóttir og Ragna Gestsdóttir munu koma saman ásamt forsetaskipuðum formanni, Gísla Sigurðssyni og velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki. Verðlaunaupphæðin […]
Nýskráningar vegna greiðslna vegna útlána á bókasöfnum
Af árlegri fjárveitingu Alþingis fyrir afnot á bókasöfnum er úthlutað til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa, samkvæmt útlánum og afnotum verka þeirra á bókasöfnum. Um úthlutun gilda lög nr. 91/2007 með síðari breytingum og reglur nr. 323/2008. Til að öðlast rétt til úthlutunar úr sjóðnum þurfa höfundar og rétthafar að sækja um á sérstökum […]
Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2022
Gleði ríkti á Borgarbókasafninu í miðbæ Reykjavíkur 2. desember 2021 þegar níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi. Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar: Í flokki barna- og unglingabókmennta Ótemjur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur Reykjavík barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur Akam, ég […]
Einkaleg kvöldstund í Gunnarshúsi fimmtudaginn 9. des.
Fimmtudaginn 9. des kl. 20:00 lesa Eva Rún Snorradóttir, Kristín Ómarsdóttir og Valgerður Ólafsdóttir upp úr nýútkomnum bókum sínum. Eva Rún Snorradóttir kynnir og les upp úr bókinni Óskilamunir, smásagnasafni sem kom út í haust. Óskilamunir eru sögur um ástir sem finnast og tapast, hvernig sársauki mótar okkur, um allt það sem brotnar en ekki […]
Aðventa lesin í Gunnarshúsi
Saga Gunnars Gunnarssonar um eftirleitir Fjalla-Bensa og förunauta hans á Mývatnsöræfum verður að venju lesin í Gunnarshúsum í Reykjavík og á Skriðuklaustri 12. desember, þriðja sunnudag í aðventu. Hjá Rithöfundasambandi Íslands í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 les Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, leikkona og handritshöfundur, og hjá Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri les heimamaðurinn Þór Ragnarsson áhugaleikari. Lesturinn hefst á […]
Höfundakvöld Blekfjelagsins í Gunnarshúsi 6. desember
Blekfjelagið fagnar fyrsta útgáfuári sínu og býður í tilefni þess til höfundakvölds í Gunnarshúsi mánudaginn 6. desember kl 20. Þar munu höfundar lesa úr verkum sínum og spjalla við gesti um bækurnar og útgáfuferlið. Léttar veitingar verða á boðstólum. Anna Stína Gunnarsdóttir, nóvellan Dagbókin (2021) Ásdís Ingólfsdóttir, nóvellan Haustið 82 (2021) Berglind Ósk, ljóðsagan Loddaralíðan […]