Search
Close this search box.

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2021

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna kynntar þann 15. des. sl. Að verðlaununum stendur Bandalag þýðenda og túlka í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda. Þau eru veitt fyrir bestu þýðingu á bókmenntaverki og er tilgangur þeirra að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskrar menningar. Sjö bækur eru tilnefndar að þessu sinni, en alls bárust um 70 bækur frá 15 útgáfum.

Tilnefndir þýðendur eru:

Ásdís R. Magnúsdóttir, fyrir þýðingu sína Fríða og dýrið, franskar sögur og ævintýri fyrri alda. Háskólaútgáfan gefur út.

Gunnar Þorri Pétursson, fyrir þýðingu sína Tsjernobyl-bænin. Höfundur Svetlana Aleksíevítsj. Angústúra gefur út.

Hallgrímur Helgason, fyrir þýðingu sína Hjartað mitt. Höfundar Jo Witek og Christine Roussey. Drápa gefur út.Þetta verk fjallar um hjartað og um það sem í því býr, allar tilfinningarnar.

Jóhann Hauksson, fyrir þýðingu sína Rannsóknir í heimspeki. Höfundur Ludwig Wittgenstein. Háskólaútgáfan gefur út.

Jón St. Kristjánsson, fyrir þýðingu sína Glæstar vonir. Höfundur Charles Dickens. Mál og menning gefur út.

Jón Hallur Stefánsson, fyrir þýðingu sína Ef við værum á venjulegum stað. Höfundur Juan Pablo Villalobos. Angústúra gefur út.

Sólveig Sif Hreiðarsdóttir, fyrir þýðingu sína Á hjara veraldar. Höfundur Geraldine McCaughrean. Kver útgáfa gefur út.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email