Search
Close this search box.

Fríða Ísberg hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Forseti Íslands afhenti Íslensku bjartsýnisverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 2. janúar 2022. Í ár voru þau veitt Fríðu Ísberg, ljóðskáldi og rithöfundi. Upptöku af athöfninni má sjá á facebook síðu forseta.

Fríða hefur unnið við ritlist lengi þrátt fyrir ungan aldur og hlotið ýmsar viðurkenningar. Hún hefur skrifað útvarpsleikrit, ljóðabálk fyrir norska ljóðahátíð, verið leiðbeinandi, ritstjóri og gagnrýnandi svo fátt eitt sé nefnt. Verk Fríðu hafa verið þýdd, eða eru væntanleg í þýðingu, á fjórtán tungumálum. Fyrsta skáldsaga hennar, Merking, kom út nú í haust og hefur hlotið verðskuldaða athygli.

Íslensku bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið veitt árlega frá árinu 1981 og hefur forseti Íslands verið verndari verðlaunanna frá upphafi. ISAL álverið í Straumsvík hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá árinu 2000. 

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email