Höfundakvöld í Gunnarshúsi – nr. 4
Næstkomandi fimmtudagskvöld, 5. nóvember kl. 20.00, fer fjórða höfundakvöld haustsins fram í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins við Dyngjuveg 8. Þá munu Jón Gnarr og Hermann Stefánsson sitja fyrir svörum hjá Veru Knútsdóttur bókmenntafræðingi og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Allir eru velkomnir meðan stólar leyfa, aðgangseyrir er 1000 krónur og veitingar innifaldar. Jón Gnarr gefur […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi
Næstkomandi fimmtudagskvöld, 29. október kl. 20.00, fer þriðja höfundakvöld haustsins fram í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins við Dyngjuveg 8. Þá mun Jón Yngvi Jóhannsson spjalla við rithöfundana Einar Má Guðmundsson og Ólaf Gunnarsson, auk þess sem höfundarnir lesa úr nýjum bókum sínum. Allir eru velkomnir meðan stólar leyfa, aðgangseyrir er 1000 krónur og veitingar innifaldar. Ný […]
Ljóðstafur Jóns úr Vör – Ljóðasamkeppni í Kópavogi: Verðlaunafé tvöfaldað
Lista- og menningarráð Kópavogs efnir í fimmtánda sinn til árlegrar ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör. Öllum skáldum er velkomið að senda ljóð í keppnina en skilafrestur rennur út 10. desember. Veitt verða vegleg verðlaun og fær verðlaunaskáldið auk þess til varðveislu, í eitt ár, göngustaf áletraðan með nafni sínu. Verðlaunaféð er tvöfaldað frá því […]
Annað höfundakvöld í Gunnarshúsi: Jón Kalman og Sigurjón Bergþór Daðason
Næstkomandi fimmtudagskvöld, 22. október kl. 20.00, fer annað höfundakvöld haustsins fram í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins við Dyngjuveg 8. Þá mun Halla Þórlaug Óskarsdóttir spjalla við þá Jón Kalman Stefánsson og Sigurjón Bergþór Daðason um nýútkomnar bækur þeirra, auk þess sem höfundarnir lesa úr bókum sínum. Allir eru velkomnir meðan stólar leyfa, aðgangseyrir er 1000 krónur […]
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar
Ragnar Helgi Ólafsson hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2015 fyrir ljóðahandritið Til hughreystingar þeim sem finna sig ekki í samtíma sínum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema 700 þúsund krónum. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Bjarts. Ragnar Helgi Ólafsson, verðlaunahafi, Elsa Yeoman, formaður menningar- og […]
Íslensku barnabókaverðlaunin
Ragnheiður Eyjólfsdóttir hlýtur íslensku barnabókaverðlaunin 2015 fyrir fantasíubókina Arftakinn. Bókin var valin úr 28 handritum sem send voru dómnefnd verðlaunanna. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Hagaskóla í morgun. Eftir þverflautuleik Sigrúnar Valgeirsdóttur, nemanda við Hagaskóla, lagði skólastjórinn Ómar Örn Magnússon áherslu á mikilvægi þess og fagnaði því að skrifaðar væru spennandi barna- og […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi
Húsráð Gunnarshúss stendur nú í annað sinn fyrir vikulegum höfundakvöldum í Gunnarshúsi í aðdraganda jóla. Höfundakvöldin verða alls átta og standa fram í desemberbyrjun. Á hverju fimmtudagskvöldi mæta tveir til þrír höfundar nýrra bóka, spjalla um bækur sínar og lesa úr þeim, og síðan gefst áhorfendum kostur á að spyrja líka. Fimmtudaginn 15. október kl. […]
LEIKSKÁLD BORGARLEIKHÚSSINS – Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum
Stjórn sjóðsins velur leikskáld úr hópi umsækjenda sem býðst eins árs samningur við Borgarleikhúsið. Laun sem greidd eru mánaðarlega taka mið af starfslaunum listamanna. Skáldið fær aðstöðu í leikhúsinu, vinnur þar á samningstímanum, verður hluti af starfsliði Borgarleikhússins og mun njóta aðstoðar, leiðsagnar og stuðnings leikhússtjóra og leiklistarráðunauta. Unnið skal að ritun leikverks á tímabilinu […]
Tilnefningar á heiðurslista alþjóðlegu IBBY samtakanna
Barnabókmenntasamtökin IBBY á Íslandi hafa tilnefnt verk þriggja einstaklinga á heiðurslista alþjóðlegu IBBY samtakanna, en hver landsdeild samtakanna tilnefnir einn rithöfund, einn myndhöfund og einn þýðanda. Heiðurslistinn er birtur annað hvert ár og fá bækurnar á honum mikla alþjóðlega kynningu, bæði á heimsþingi IBBY sem næst verður haldið í ágúst 2016 í Auckland, Nýja-Sjálandi, og […]
KÚBA, HVAÐ ERTU, KÚBA?
Opinn fundur með kúbanska rithöfundinum Orlando Luis Pardo Lez Laugardaginn 10. október klukkan 14:00 býður PEN á Íslandi í samvinnu við Borgarbókasafnið í Grófinni til opins félagsfundar um stöðu málfrelsis og mannréttinda á Kúbu með kúbanska rithöfundinum Orlando Luis Pardo Lazo. Á fundinum mun hann fara yfir sögu mannréttindabrota á Kúbu undir stjórn kommúnistaflokksins ásamt því að lýsa […]