Search
Close this search box.

Höfundakvöld í Gunnarshúsi – nr. 4

4kvöldNæstkomandi fimmtudagskvöld, 5. nóvember kl. 20.00, fer fjórða höfundakvöld haustsins fram í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins við Dyngjuveg 8. Þá munu Jón Gnarr og Hermann Stefánsson sitja fyrir svörum hjá Veru Knútsdóttur bókmenntafræðingi og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Allir eru velkomnir meðan stólar leyfa, aðgangseyrir er 1000 krónur og veitingar innifaldar.

Jón Gnarr gefur um þessar mundir út hjá Máli og menningu bókina Útlaginn. Þetta er hans þriðja skáldævisaga, en áður hafa komið út Indjáninn og Sjóræninginn. Í Útlaganum segir frá erfiðri dvöl Jóns á heimavistarskólanum á Núpi í Dýrafirði við upphaf 9. áratugarins. Hermann Stefánsson sendir frá sér sína fimmtu skáldsögu hjá bókaútgáfunni Sæmundi og nefnist hún Leiðin út í heim. Í bókinni bregður Hermann á leik með fræga barnabók Jens Sigsgaard um Palla sem var einn í heiminum en veltir um leið upp tilvistarlegum spurningum.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email