Search
Close this search box.

Höfundakvöld í Gunnarshúsi

3höfundakvöld

Næstkomandi fimmtudagskvöld, 29. október kl. 20.00, fer þriðja höfundakvöld haustsins fram í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins við Dyngjuveg 8. Þá mun Jón Yngvi Jóhannsson spjalla við rithöfundana Einar Má Guðmundsson og Ólaf Gunnarsson, auk þess sem höfundarnir lesa úr nýjum bókum sínum. Allir eru velkomnir meðan stólar leyfa, aðgangseyrir er 1000 krónur og veitingar innifaldar.

Ný skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Hundadagar, er komin út hjá Mál og menningu og hefur þegar fengið feikigóða dóma. Þetta er ævintýraleg saga þar sem koma fyrir Jörundur hundadagakonungur, Jón Steingrímsson eldklerkur og fleira fólk fyrri alda. Ólafur Gunnarsson gefur út hjá JPV útgáfu skáldsöguna Syndarinn, fjölskyldusögu sem gerist á seinustu áratugum síðustu aldar og er sjálfstætt framhald Málarans sem kom út árið 2012.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email