Jæja frá formanni

Jæja … Þá er að tæpa á því helsta frá því síðast. Fjölmiðlafárið um listamannalaunin hélt eitthvað áfram, stóð í ríflega tvær vikur. Rithöfundar eru árlega í fremstu víglínu og taka á sig gusur. Myndbirtingar minntu sumar á villta vestrið, einhverjir tjargaðir og fiðraðir á samfélagsmiðlatorginu og þar víða leyfilegt að sparka, bíta og klóra. […]

Spjallþráður

Kristín Ómarsdóttir og Sigurlín Bjarney Gísladóttir halda áfram að skrifast á: Tryllt tungl, kannski-árátta og vissjónsessjón Sæl mín kæra! Þá höfum við látið framkalla myndirnar okkar og sýnt öllum þær sem kæra sig um að skoða. Það getur verið ótrúlega mikil togstreita í þessu að vilja bæði sýna sig og fela á sama tíma, ég […]

Umræðan skiptir máli

Við afhendingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016 flutti Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, ávarp sem var hvort tveggja í senn þörf áminning og hvatningarorð og hefur Rithöfundasambandið fengið leyfi til að birta brot úr ávarpinu:

Spjallþráður

Kristín Ómarsdóttir og Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifast á: Hitasótt og hjartasár 10. febrúar 2016 Sæl mín kæra, ætli sé ekki fínt að byrja þannig? Það er oftast erfiðast að byrja, taka til máls, velja upphafstóninn og vera búin að ákveða takttegundina fyrirfram eða nei, best að ákveða sem minnst. Ég þarf að segja þér frá […]

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015

Í dag afhenti forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015 við athöfn á Bessastöðum. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum: Einar Már Guðmundsson hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Hundadagar, Gunnar Helgason hlaut verðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Mamma klikk og í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis var það Gunnar Þór Bjarnason sem hlaut verðlaunin fyrir […]

Aðalfundur Bandalags íslenskra listamanna

Aðalfundur BÍL verður haldinn laugardaginn 13. febrúar nk. í Iðnó og hefst kl. 13:00.  Málþingið sem síðustu ár hefur verið haldið í tengslum við aðalfundinn hefur verið frestað fram í mars og verður boðað til þess sérstaklega. Dagskrá aðalfundarins verður sem hér segir: Kosning fundarstjóra og fundarritara. Lögmæti fundarins kannað og staðfest. Fundargerð síðasta aðalfundar […]

Gestadvöl í Prag – auglýst eftir umsóknum

Bókmenntaborgin Prag í Tékklandi auglýsir eftir gestahöfundum frá öðrum Bókmenntaborgum UNESCO, þar á meðal Reykjavík. Skilafrestur umsókna er 29. febrúar næstkomandi. Rithöfundar og þýðendur geta sótt um gestadvöl. Auglýst er eftir umsóknum um þrjú tímabil nú í ár: júlí og ágúst, september og október eða nóvember – 15. desember. Tilkynnt verður hverjir hreppa hnossið þann 31. […]

Vilborg Davíðsdóttir tekur við starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist

Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur mun gegna starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist á yfirstandandi vormisseri og vinna með ritlistarnemum að ritun sögulegra skáldverka. Árið 2015 stofnaði Hugvísindasvið Háskóla Íslands til starfs sem kennt er við Jónas Hallgrímsson og er starfið ætlað rithöfundum sem taka að sér að vinna með nemum í ritlist eitt eða tvö misseri í […]

Ljóðstafur Jóns úr Vör!

Dag­ur Hjart­ar­son skáld hlýt­ur Ljóðstaf Jóns úr Vör í ár fyr­ir ljóð sitt Haust­lægð. Úrslit­in í ljóðasam­keppn­inni voru kynnt við hátíðlega at­höfn í Saln­um í Kópa­vogi í dag, á fæðing­ar­degi Jóns úr Vör.   Haust­lægð  haust­lægðin kem­ur að nóttu og merk­ir tréð í garðinum okk­ar með svört­um plast­poka eins og til að rata aft­ur og hún rat­ar […]

Fjöruverðlaunin afhent!

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt í dag í Höfða, en tilgangur þeirra er að stuðla að aukinni kynningu á ritverkum kvenna og hvetja konur í rithöfundastétt til dáða. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum, barna- og unglingabókmenntum, fagurbókmenntum og fræðibókum og ritum almenns eðlis, og voru vinningshafar þær Hildur Knútsdóttir, Halldóra K. Thoroddsen og Þórunn […]