Search
Close this search box.

Aðalfundur Bandalags íslenskra listamanna

Aðalfundur BÍL verður haldinn laugardaginn 13. febrúar nk. í Iðnó og hefst kl. 13:00.  Málþingið sem síðustu ár hefur verið haldið í tengslum við aðalfundinn hefur verið frestað fram í mars og verður boðað til þess sérstaklega.

Dagskrá aðalfundarins verður sem hér segir:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. Lögmæti fundarins kannað og staðfest.
  2. Fundargerð síðasta aðalfundar
  3. Skýrsla forseta um starf BÍL 2015
  4. Ársreikningar 2015
  5. Kosning forseta
  6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
  7. Starfsáætlun 2016
  8. Önnur mál
  9. Erindi um höfundarrétt

Í lok fundarins er gert ráð fyrir að fundarmenn fái kynningu á lagafrumvörpum þeim sem liggja fyrir Alþingi um þessar mundir og fjalla um höfundarrétt. Ekki liggja neinar tillögur að lagabreytingum fyrir fundinum.

Allir félagsmenn RSÍ eiga rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétt.

Sjá nánar á heimasíðu BÍL.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email