Tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016

Fjórtán verk eru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016. Elísabet Jökulsdóttir og Guðbergur Bergsson eru tilnefnd fyrir hönd Íslands, Elísabet fyrir ljóðabókina Ástin ein taugahrúga: Enginn dans við Ufsaklett og Guðbergur fyrir skáldsöguna Þrír sneru aftur. Tilkynnt verður um verðlaunahafa  þann 1. nóvember næstkomandi í tónleikahúsi DR í Kaupmannahöfn. Verðlaunafé er 350 þúsund d.kr. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá árinu 1962 og eru veitt fyrir fagurbókmenntir sem ritaðar eru á norrænu tungumáli. Á vef Norðurlandaráðs má sjá lista yfir tilnefnd verk 2016.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email