Ingibjörg Haraldsdóttir hlýtur heiðursviðurkenningu
Ingibjörg Haraldsdóttir, ljóðskáld og þýðandi, hlaut í gær heiðursviðurkenningu Samvinnustofnunar Rússlands um menningar- og mannúðarmál fyrir störf í þágu rússneskrar menningar. Sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton V. Vasiliev, afhenti Ingibjörgu viðurkenninguna við hátíðlega athöfn í sendiráði Rússlands í Reykjavík. Ingibjörg hefur verið afkastamikill þýðandi klassískra rússneskra bókmennta og eftir hana liggja íslenskar þýðingar á fjölmörgum höfuðverkum Rússa. […]
Ferðastyrkir – umsóknarfrestur til 1. júní
Auglýst er eftir umsóknum um ferðastyrki úr höfundasjóði RSÍ Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum og öðrum höfundum ferðastyrki til utanlandsferða. Styrkir eru veittir til ferða sem umsækjandi fer vegna starfa sinna sem höfundur eða til að leita sér menntunar sem slíkur. Einnig má styrkja umsækjanda til þátttöku í námskeiðum og ráðstefnum eða til annars konar fræðslu- og […]
Úthlutanir úr IHM-sjóði
Í samræmi við reglur um ráðstöfun greiðslna frá Innheimtumiðstöð gjalda auglýsir RSÍ hér með eftir umsóknum um fjárframlög úr svonefndum IHM-sjóði Rithöfundasambandsins. Rétt til úthlutunar úr myndbanda- og geisladiskageira eiga rithöfundar, leikskáld, þýðendur, handritshöfundar og aðrir höfundar ritverka, sem frumflutt hafa verið í sjónvarpi á síðasta og næstsíðasta ári. Um úthlutun geta sótt allir þeir […]
Jæja … frá formanni!
Jæja! Góður aðalfundur að baki. Takk fyrir hann og fyrir gott samtal. Við þokuðum málum eins og alltaf og verklag við tilnefningar til úthlutunarnefndar starfslauna rithöfunda var kynnt, en því verkferli er lokið af hálfu RSÍ. Fyrir tilstuðlan RSÍ var í vetur kallaður saman starfshópur á vegum BÍL. Þetta gerðum við til að lengja arminn […]
Aðalfundur í kvöld!
Aðalfundur RSÍ 2016 verður haldinn í Gunnarshúsi í kvöld, fimmtudaginn 28. apríl, kl. 19.30. Dagskrá: Skýrsla formanns Skýrsla gjaldkera Lýsing stjórnarkjörs Lagabreytingar Kosning í inntökunefnd Kosning félagslegra endurskoðenda Tillaga stjórnar um árgjald 2017 Endurskoðun reglna um Fjölíssjóð RSÍ Önnur mál Mætum öll!
Spjallþráður
Kristín Ómarsdóttir og Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifast á: „Rændu mér, segir einhver við einhvern á vorregndegi“ 19. apríl 2016 Kæri pennavinur, Vorrigningar í stórum borgum búa til dularfulla stemmingu hjá manni, hjá börnum og köttum, öllum, og páfagaukum eins og mér. Ofan á flauelsmjúkum blöðum blómanna í marglita fötunum í hillurekkunum hjá blómasalanum skríða regndropar […]
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 20. apríl, sem jafnframt er síðasti vetrardagur og upphafsdagur viku bókarinnar í ár. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum, fyrir bók frumsamda á íslensku, fyrir þýðingu og loks myndskreytingu. Verðlaunabækurnar eru fjórar í ár þar sem tvær bækur hlutu verðlaunin í flokki þýðinga. Ragnhildur Hólmgeirsdóttur hlaut verðlaunin […]
Bókaverðlaun barnanna
Bókaverðlaun barnanna voru veitt við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta í Borgarbókasafninu í Grófinni. Frá árinu 2002 hafa almennings- og skólabókasöfn landsins verðlaunað tvær nýjar bækur, eina íslenska og aðra þýdda. Börn og unglingar velja uppáhaldsbækurnar sínar og fer valið fram á heimasíðu Borgarbókasafns og í grunnskólum og bókasöfnum um allt land. Bókin Mamma Klikk […]
Íslensku þýðingaverðlaunin
Á Degi bókarinnar voru Íslensku þýðingaverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í Hannesarholti. Brynja Cortes Andrésdóttir hlaut verðlaunin fyrir þýðingu sína á verki Italo Calvino, Ef að vetrarnóttu ferðalangur, sem forlagið Ugla gefur út.
Aðalfundur RSÍ á fimmtudaginn
Aðalfundur RSÍ 2016 verður haldinn í Gunnarshúsi fimmtudaginn 28. apríl kl. 19.30. Dagskrá: Skýrsla formanns Skýrsla gjaldkera Lýsing stjórnarkjörs Lagabreytingar Kosning í inntökunefnd Kosning félagslegra endurskoðenda Tillaga stjórnar um árgjald 2017 Endurskoðun reglna um Fjölíssjóð RSÍ Önnur mál Mætum öll!