Search
Close this search box.

Ingibjörg Haraldsdóttir hlýtur heiðursviðurkenningu

Ingibjörg Haraldsdóttir, ljóðskáld og þýðandi, hlaut í gær heiðursviðurkenningu Samvinnustofnunar Rússlands um menningar- og mannúðarmál fyrir störf í þágu rússneskrar menningar. Sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton V. Vasiliev, afhenti Ingibjörgingibjorgharaldsu viðurkenninguna við hátíðlega athöfn í sendiráði Rússlands í Reykjavík. Ingibjörg hefur verið afkastamikill þýðandi klassískra rússneskra bókmennta og eftir hana liggja íslenskar þýðingar á fjölmörgum höfuðverkum Rússa. Meðal þýðinga eftir Ingibjörgu eru Karamazovbræðurnir, Glæpur og refsing, Fávitinn og Tvífarinn eftir Dostojevskí, og Meistarinn og Margaríta eftir Bulgakov, svo fáein dæmi séu tekin. Þýðingar Ingibjargar úr frummálinu eru ómetanlegt framlag til bæði rússneskrar og íslenskrar menningar.

 

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email