Search
Close this search box.

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar

verdlaunahafar

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 20. apríl, sem jafnframt er síðasti vetrardagur og upphafsdagur viku bókarinnar í ár. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum, fyrir bók frumsamda á íslensku, fyrir þýðingu og loks myndskreytingu.

Verðlaunabækurnar eru fjórar í ár þar sem tvær bækur hlutu verðlaunin í flokki þýðinga. Ragnhildur Hólmgeirsdóttur hlaut verðlaunin fyrir bók sína Koparborgin, Salka Guðmundsdóttir fyrir þýðingu sína á bókunum Skuggahliðin og Villta hliðin eftir Sally Green og Linda Ólafsdóttir fyrir myndskreytingar sínar í bókinni Ugla og Fóa og maðurinn sem fór í hundana eftir Ólaf Hauk Símonarson.

– See more at: http://bokmenntaborgin.is/barnabokaverdlaun-reykjavikurborgar-2/#sthash.k54JgU70.dpuf

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email