Search
Close this search box.

Ferðastyrkir – umsóknarfrestur til 1. júní

Auglýst er eftir umsóknum um ferðastyrki úr höfundasjóði RSÍ

Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum og öðrum höfundum ferðastyrki til utanlandsferða. Styrkir eru veittir til ferða sem umsækjandi fer vegna starfa sinna sem höfundur eða til að leita sér menntunar sem slíkur. Einnig má styrkja umsækjanda til þátttöku í námskeiðum og ráðstefnum eða til annars konar fræðslu- og menntunarleitar sem höfundur. Styrkupphæð nemur að hámarki 50 þúsund krónum. Heimilt er að styrkja ferð sem þegar hefur verið farin ef sótt er um innan sex mánaða frá ferðalokum. Sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Til úthlutunar eru 500.000 kr.

Úthlutunarreglur

Rafrænt umsóknareyðublað

Umsóknarfrestur er t.o.m. 1. júní 2016.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email