Höfundakvöld í Gunnarshúsi helgað Látra-Björgu í samtímanum
Höfundakvöld í Gunnarshúsi fimmtudaginn 20. október verður helgað Látra-Björgu (1716-1784) og sterkri innkomu hennar hennar á 300 ára afmæli sínu sem er í ár. Umsjónarmaður höfundakvöldsins er Halldóra Thoroddsen, ljóðskáld, smáprósa- og skáldsagnahöfundur. Höfundar og kvæðamenn: Valgarður Egilsson, sem árið 2014 sendi frá sér bókina Steinaldarveislan þar sem Látra-Björg og hennar heimaslóðir koma við sögu. Valgarður […]
Málþing – Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO fimm ára.
Reykjavík fagnar fimm ára afmæli sem Bókmenntaborg UNESCO nú í haust. Af því tilefni efnir Bókmenntaborgin til málþings um gildi orðlistar í samfélaginu í samvinnu við Rithöfundasamband Íslands. Þingið er haldið í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur miðvikudaginn 19. október frá kl. 13 – 16 og er það öllum opið. Ekkert þátttökugjald. Rithöfundar, fræðimenn, útgefendur, fjölmiðlafólk og […]
Íslensku barnabókaverðlaunin 2016
Inga M. Beck hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin 2016 fyrir bókina Skóladraugurinn (2016). Skóladraugurinn er fyrsta bók Ingu. Sagan segir frá fyrsta degi Gunnvarar í nýjum skóla þar sem hún heyrir söguna um skóladrauginn, sögu sem allir nemendur í skólanum hafa heyrt en enginn tekur mark á. En Gunnvör sperrir eyrun. Það kemur sér nefnilega vel fyrir hana […]
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar
Eyrún Ósk Jónsdóttir, rithöfundur og skáld hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðahandritið Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða. Eyrún hefur skrifað fjölda leikrita sem hafa verið sett upp í leikhúsum hérlendis og erlendis auk þess hefur hún skrifað kvikmyndahandrit. Hún hefur áður sent frá sér þrjár skáldsögur og tvær […]
Danskt haust
Alþjóðlega menningarhátíðin, Danskt haust, verður haldin dagana 12.-16. október næstkomandi í Reykjavík og á Selfossi. Fjöldi lista- og fræðimanna koma í heimsókn frá Danmörku þar sem þeir eru búsettir. Gestir okkar eru samt af ýmsu þjóðerni, ættuð frá Trínidad, Englandi, Bandaríkjunum, Íslandi og Grænlandi. Til liðs við gestina koma svo nokkur íslensk skáld og listamenn. […]
Sjáumst ÚTI Í MÝRI!
Alþjóðlega barnabókmenntahátíðin ÚTI Í MÝRI verður haldin í áttunda sinn dagana 6. til 9. október 2016 í Norræna húsinu í Reykjavík. Fjöldi innlendra sem erlendra rithöfunda, myndhöfunda og fræðimanna tekur þátt í hátíðinni, en yfirskriftin er að þessu sinni: Sjálfsmynd – heimsmynd. Dagskrá hátíðarinnar má finna á vef hátíðarinnar: www.myrin.is. Föstudaginn 7. október er boðað til málþings og rýnt í margvíslegar heimsmyndir og […]
Jæja í september
Jæja, félagar. Þá eru nú haustverkin hafin í Gunnarshúsi. Einhverjir eru búnir að sækja um starfslaun. Margir hafa skilað inn handriti til útgáfu eða birtingar og aðrir eru á lokasprettinum. Sumir eru með handrit í bígerð. Eins og gengur. Þeir sem sóttu snemma um starfslaun tóku væntanlega eftir nýjum reit í umsókninni þar sem umsækjanda […]
Hlín Agnarsdóttir tekur við starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist
Hlín Agnarsdóttir mun gegna starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist við Háskóla Íslands veturinn 2016–17. Hlín kennir ritsmiðjur í leikritun í meistaranáminu í ritlist og í ritfærni í grunnnámi. Árið 2015 stofnaði Hugvísindasvið Háskóla Íslands til starfs sem kennt er við Jónas Hallgrímsson og er starfið ætlað rithöfundum sem taka að sér að vinna með nemum […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi
Framhaldsaðalfundur
Framhaldsaðalfundur RSÍ 2016 verður haldinn í Gunnarshúsi fimmtudaginn 15. september kl. 20.00 Dagskrá: 1. Lýsing stjórnarkjörs 2. Kosning skoðunarmanns reikninga 3. Kosning í úthlutunarnefnd RSÍ 4. Önnur mál Kaffihlé 5. Hræringar á útgáfumarkaði – Fulltrúar frá útgefendum mæta, ræða breytingar á útgáfumarkaði og taka þátt í umræðum. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna.