Search
Close this search box.

Opið bréf og áskorun á menntamálaráðherra frá Hagþenki, Myndstefi og Rithöfundasambandi Íslands

Eftirfarandi stéttar- og fagfélög kalla eftir svörum frá menntamálaráðherra hið fyrsta vegna úthlutunar úr Bókasafnssjóði þar sem brotið er gróflega á rétti félagsmanna okkar. Höfundar sem eiga rétt á afnotagreiðslum fyrir verk sín úr sjóðnum fá þær ekki á réttum tíma þetta vorið þar sem ráðuneytið afgreiðir ekki skipun úthlutunarnefndar, þrátt fyrir margítrekaða kröfu okkar […]

Vorvindaviðurkenningar IBBY á Íslandi afhentar

  Sunnudaginn 21. maí veitti Íslandsdeild IBBY sínar árlegu viðurkenningar fyrir framlög til barnamenningar, Vorvinda, við athöfn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands. Vorvindum er ætlað að vekja athygli á verkum og starfsemi sem hleypir ferskum og endurnærandi vindum inn í íslenska barnamenningu. Að þessu sinni voru Vorvindahafarnir fjórir. Lára Garðarsdóttir, mynd- og rithöfundur fékk viðurkenningu […]

Sigurður Pálsson hlýtur Maístjörnuna

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn veita ný verðlaun fyrir ljóðabók sem kom út á árinu 2016. Verðlaunin, sem bera heitið Maístjarnan, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í dag 18. maí á Degi ljóðsins. Maístjörnuna fyrir ljóðabók ársins 2016 hlýtur Sigurður Pálsson fyrir ljóðabók sína Ljóð muna rödd Í […]

Maístjarnan veitt 18. maí

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn bjóða félagsmönnum RSÍ að vera viðstaddir afhendingu Maístjörnunnar vegna ársins 2016 en Maístjarnan verður veitt í fyrsta sinn við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þann 18. maí, á degi ljóðsins, kl. 17.   Dagskrá: Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður býður gesti velkomna og kynnir dagskrá afhendingar ljóðaverðlaunanna. Kári Tulinius segir frá […]

Fundur um málefni Hljóðbókasafns

Það var góð mæting á hádegisfund um málefni Hljóðbókasafns í Gunnarshúsi í dag. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður RSÍ, skýrði frá lagaumhverfi safnsins og þeim lagabreytingum sem í vændum eru. Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, forstöðumaður, og Einar Hrafnsson voru gestir okkar frá Hljóðbókasafni. Þau gerðu grein fyrir starfssemi safnsins og því breytta tækniumhverfi sem safnið er að […]

HÁDEGISFUNDUR Í GUNNARSHÚSI 11.MAÍ

Opinn kynningarfundur fyrir félagsmenn RSÍ um Hljóðbókasafn Kæru félagar, við boðum til hádegisfundar í Gunnarshúsi, fimmtudaginn 11. maí næstkomandi, um réttindi höfunda vegna framleiðslu og útlána Hljóðbókasafns. Fundurinn hefst kl. 12:00 og lýkur 13:00. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður RSÍ, gerir stuttlega grein fyrir lagaumhverfinu og Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands, skýrir frá starfssemi safnsins. […]

Yfirlýsing frá stjórn og starfsfólki RSÍ

Í ljósi þeirrar umræðu sem nú á sér stað á samfélagsmiðlum er rétt að upplýsa að stjórn og starfsmenn sambandsins hafa aldrei átt nokkurn þátt í nauðungarvistun félagsmanns, hvorki með beinum né óbeinum hætti. Þegar fjölmargar kvartanir berast um að félagsmaður fari ekki að reglum fésbókarhóps RSÍ telur skrifstofan rétt að bregðast við. Enda segir […]

Opið fyrir umsóknir

Opið er fyrir umsóknir um starfsstyrki úr Höfundasjóði RSÍ. Styrkirnir eru veittir til ritstarfa og áhersla er lögð á að styrkja höfunda til að ljúka verkum sem eru langt komin. Sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Til úthlutunar eru 3.500.000 kr. Veittir verða allt að tíu styrkir. Umsóknarfrestur t.o.m. 25. maí 2017.

Ársskýrsla formanns á aðalfundi 27. apríl.

Kæru félagar, Það er skarð fyrir skildi, því átta félagsmenn létust á liðnu starfsári. Það voru þau: Sigríður Eyþórsdóttir, Ólöf Eldjárn, Ingibjörg Haraldsdóttir, Stefán Sigurkarlsson, Vigfús Geirdal, Þorvarður Helgason, Þórhallur Þórhallsson og Sigurður A. Magnússon Við minnumst þessa góða fólks með þögn. Í þessum hópi eru tveir fyrrum formenn og heiðursfélagar, þau Sigurður og Ingibjörg, […]

Umsögn RSÍ vegna þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun 2018 – 2022

Rithöfundasamband Íslands lýsir áhyggjum af umhverfi og smæð Bókasafnssjóðs höfunda, en úr honum greiðast afnotagjöld fyrir ritverk til almenningsútlána. 1) Bókasafnssjóður höfunda hefur aldrei náð þeirri stærð sem honum var ætlað, en hann er afar mikilvægur, sérlega fyrir barnabókahöfunda. 2) RSÍ hvetur stjórnvöld til að styrkja innkaup til almennings- og skólabókasafna í landinu. Um leið […]