Úthlutun starfsstyrkja úr Höfundasjóði RSÍ

Úthlutunarnefnd Höfundasjóðs RSÍ hefur lokið störfum og veitt 10 starfsstyrki, hvern að upphæð ISK. 350.000. Eftirtalir höfundar hljóta starfsstyrk úr Höfundasjóði RSÍ 2017: Þórdís Helgadóttir Steinunn Ásmundsdóttir Jónas Reynir Gunnarsson Illugi Jökulsson Hlín Agnarsdóttir Heiðrún Ólafsdóttir Guðmundur Brynjólfsson Friðgeir Einarsson Eva Rún Þorgeirsdóttir Bjarki Bjarnason Rithöfundasamband Íslands óskar styrkþegum til hamingju með styrkina og góðs gengis […]
Heim úr öllum áttum – Skáldaheimsókn frá Rithöfundamiðstöðinni í Gautaborg – Förattarcentrum Väst

Axîn Welat, Kristín Bjarnadóttir og Louise Halvardsson og Anna Mattsson, úr skáldahópnum PoPP (Poeter orkar Poetiska Projekt). Þær eru gestir Rithöfundasambands Íslands til og með 7. júní og poppa upp á nokkrum stöðum með dagskrána Heim úr öllum áttum. Þemað er heim og heimkynni, út frá því að búa fjarri heimahögum í lengri tíma, þannig að “heima” […]
Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2017

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru afhentir í Gunnarshúsi í dag en Nýræktarstyrkina í ár hljóta Fríða Ísberg fyrir Slitförina, safn ljóða, og Pedro Gunnlaugur Garcia fyrir skáldsöguna Ráðstefna talandi dýra. Hvor styrkur nemur 400.000 kr. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti styrkina við athöfn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins og óskaði við það tækifæri nýjum höfundum […]
Opið bréf og áskorun á menntamálaráðherra frá Hagþenki, Myndstefi og Rithöfundasambandi Íslands

Eftirfarandi stéttar- og fagfélög kalla eftir svörum frá menntamálaráðherra hið fyrsta vegna úthlutunar úr Bókasafnssjóði þar sem brotið er gróflega á rétti félagsmanna okkar. Höfundar sem eiga rétt á afnotagreiðslum fyrir verk sín úr sjóðnum fá þær ekki á réttum tíma þetta vorið þar sem ráðuneytið afgreiðir ekki skipun úthlutunarnefndar, þrátt fyrir margítrekaða kröfu okkar […]
Vorvindaviðurkenningar IBBY á Íslandi afhentar

Sunnudaginn 21. maí veitti Íslandsdeild IBBY sínar árlegu viðurkenningar fyrir framlög til barnamenningar, Vorvinda, við athöfn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands. Vorvindum er ætlað að vekja athygli á verkum og starfsemi sem hleypir ferskum og endurnærandi vindum inn í íslenska barnamenningu. Að þessu sinni voru Vorvindahafarnir fjórir. Lára Garðarsdóttir, mynd- og rithöfundur fékk viðurkenningu […]
Sigurður Pálsson hlýtur Maístjörnuna

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn veita ný verðlaun fyrir ljóðabók sem kom út á árinu 2016. Verðlaunin, sem bera heitið Maístjarnan, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í dag 18. maí á Degi ljóðsins. Maístjörnuna fyrir ljóðabók ársins 2016 hlýtur Sigurður Pálsson fyrir ljóðabók sína Ljóð muna rödd Í […]
Maístjarnan veitt 18. maí

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn bjóða félagsmönnum RSÍ að vera viðstaddir afhendingu Maístjörnunnar vegna ársins 2016 en Maístjarnan verður veitt í fyrsta sinn við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þann 18. maí, á degi ljóðsins, kl. 17. Dagskrá: Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður býður gesti velkomna og kynnir dagskrá afhendingar ljóðaverðlaunanna. Kári Tulinius segir frá […]
Fundur um málefni Hljóðbókasafns

Það var góð mæting á hádegisfund um málefni Hljóðbókasafns í Gunnarshúsi í dag. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður RSÍ, skýrði frá lagaumhverfi safnsins og þeim lagabreytingum sem í vændum eru. Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, forstöðumaður, og Einar Hrafnsson voru gestir okkar frá Hljóðbókasafni. Þau gerðu grein fyrir starfssemi safnsins og því breytta tækniumhverfi sem safnið er að […]
HÁDEGISFUNDUR Í GUNNARSHÚSI 11.MAÍ

Opinn kynningarfundur fyrir félagsmenn RSÍ um Hljóðbókasafn Kæru félagar, við boðum til hádegisfundar í Gunnarshúsi, fimmtudaginn 11. maí næstkomandi, um réttindi höfunda vegna framleiðslu og útlána Hljóðbókasafns. Fundurinn hefst kl. 12:00 og lýkur 13:00. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður RSÍ, gerir stuttlega grein fyrir lagaumhverfinu og Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands, skýrir frá starfssemi safnsins. […]
Yfirlýsing frá stjórn og starfsfólki RSÍ

Í ljósi þeirrar umræðu sem nú á sér stað á samfélagsmiðlum er rétt að upplýsa að stjórn og starfsmenn sambandsins hafa aldrei átt nokkurn þátt í nauðungarvistun félagsmanns, hvorki með beinum né óbeinum hætti. Þegar fjölmargar kvartanir berast um að félagsmaður fari ekki að reglum fésbókarhóps RSÍ telur skrifstofan rétt að bregðast við. Enda segir […]