Search
Close this search box.

Úthlutun starfsstyrkja úr Höfundasjóði RSÍ

Úthlutunarnefnd Höfundasjóðs RSÍ hefur lokið störfum og veitt 10 starfsstyrki, hvern að upphæð ISK. 350.000. Eftirtalir höfundar hljóta starfsstyrk úr Höfundasjóði RSÍ 2017:

Þórdís Helgadóttir

Steinunn Ásmundsdóttir

Jónas Reynir Gunnarsson

Illugi Jökulsson

Hlín Agnarsdóttir

Heiðrún Ólafsdóttir

Guðmundur Brynjólfsson

Friðgeir Einarsson

Eva Rún Þorgeirsdóttir

Bjarki Bjarnason

Rithöfundasamband Íslands óskar styrkþegum til hamingju með styrkina og góðs gengis í ritstörfum sínum.

Auglýst var eftir umsóknum í maí en 60 höfundar sóttu um starfsstyrk, 30 konur og 30 karlar. Meðalaldur umsækjenda var 49 ár. 10 höfundar hljóta starfsstyrk, 5 konur og 5 karlar. Meðalaldur styrkþega var 48 ár. Endanleg skipting starfsstyrkja var þessi; 5 vegna skáld- eða smásagna af ýmsu tagi, 2 vegna ljóðverka, 2 vegna sann- eða ævisagna, 1 vegna barnabóka.

Í úthlutunarnefnd sátu Soffía Auður Birgisdóttir, Halla Gunnarsdóttir og Anton Helgi Jónsson og þakkar Rithöfundasambandið þeim fyrir vel unnið og óeigingjarnt starf.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email