Search
Close this search box.

Fundur um málefni Hljóðbókasafns

Það var góð mæting á hádegisfund um málefni Hljóðbókasafns í Gunnarshúsi í dag. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður RSÍ, skýrði frá lagaumhverfi safnsins og þeim lagabreytingum sem í vændum eru. Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, forstöðumaður, og Einar Hrafnsson voru gestir okkar frá Hljóðbókasafni. Þau gerðu grein fyrir starfssemi safnsins og því breytta tækniumhverfi sem safnið er að taka í gagnið í ár, en það mun takamarka mjög möguleika á misnotkun. Félagsmenn lögðu fram spurningar og viðruðu áhyggjur sínar af efnisnotkun Hljóðbókasafnsins. Þetta var upplýsandi fundur og gott veganesti fyrir forystu RSÍ í viðræðum sem framundan eru við Menntamálaráðuneyti um samning vegna Hljóðbókasafnsins.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email