Search
Close this search box.

Heim úr öllum áttum – Skáldaheimsókn frá Rithöfundamiðstöðinni í Gautaborg – Förattarcentrum Väst

popp

Axîn Welat, Kristín Bjarnadóttir og Louise Halvardsson  og Anna Mattsson, úr skáldahópnum PoPP  (Poeter orkar Poetiska Projekt).

Þær eru gestir Rithöfundasambands Íslands til og með 7. júní og poppa upp á nokkrum stöðum með dagskrána Heim úr öllum áttum.  Þemað er heim og heimkynni, út frá því að búa fjarri heimahögum í lengri tíma, þannig að “heima” kann að vera í Kambódíu eða Sýrlandi ef ekki Svíþjóð.

Eftir hvítasunnu er boðið upp á ljóðakvöld í Bókakaffinu Norðurbakka í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. júní kl. 20.00 og Norræna húsinu miðvikudaginn 7. júní kl. 19.00.
Þá verða flytjendur með þeim stöllum íslensku verðlaunaskáldin Þórdís Gísladóttir, Anton Helgi Jónsson og Linda Vilhjálmsdóttir sem sjá um túlkanir á íslensku.

Allir velkomnir!

 

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email