Search
Close this search box.

Ferðastyrkir – umsóknarfrestur til 3. október

Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða úr Höfundasjóði RSÍ. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið.  Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Opið er fyrir umsóknir og umsóknarfrestur er t.o.m. 3. október 2017.

Höfundakvöld í Gunnarshúsi í haust

Kæru félagsmenn! Góð reynsla hefur verið af höfundakvöldum í Gunnarshúsi undanfarin þrjú ár. Á þeim hefur tekist að lyfta jólabókavertíðinni upp úr fari hinna hefðbundnu upplestrarkvölda og gefa hverri bók og hverjum höfundi meiri tíma. Í ár er boðið upp á átta fimmtudagskvöld (19. október – 7. desember) sem félagar í RSÍ geta tekið frá […]

Handritshöfundar, leikskáld og þýðendur – stóraukin þjónusta við höfunda!

Ertu handritshöfundur, leikskáld eða þýðandi? Þá er Rithöfundasamband Íslands (RSÍ) stéttarfélagið þitt! RSÍ hefur allt frá stofnun sambandsins lagt áherslu á að semja um réttindi og kjör höfunda og gerir m.a. heildarsamninga fyrir hönd félagsmanna við leikhúsin, RÚV, Félag íslenskra bókaútgefenda, Menntamálastofnun og Hljóðbókasafn og veitir einnig rithöfundum beina aðstoð, upplýsingar og ráðgjöf um gerð […]

Orðstír 2017

Á föstudaginn hlutu Eric Boury og Vicky Cribb heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á erlend mál – Orðstír 2017! Við óskum þeim innilega til hamingju með þessa verðskulduðu viðurkenningu! Forseti Íslands veitti verðlaunin á Bessastöðum.

Alþjóðlegt þýðendaþing í Reykjavík

Á alþjóðlega þýðendaþinginu í Reykjavík koma saman og þinga 30 þýðendur frá 17 málsvæðum, jafnt reyndir þýðendur og nýir. Tungumálin sem þeir þýða á eru enska, danska, finnska, franska, galisíska, hollenska, ítalska, kínverska, norska, portúgalska, pólska, serbneska, spænska, sænska, tékkneska, ungverska og þýska. Um helmingur þátttakenda er búsettur hér á landi og helmingur kemur að […]

Skáld í skólum 2017 – dagskráin komin

Haustið 2017 draga 10 skáld frá Höfundamiðstöð RSÍ nemendur í grunnskólunum landsins með sér í puttaferðalag gegnum platorð og flækjusögur, leiðinlegar sögur, leiðinleg ljóð og skemmtilegar sögur og skemmtileg ljóð. Sum skáldin segja frá leyndarmálum úr dagbókum frá unglingsárunum, gæludýrum og ógeðslega víðum unglingafötum. Önnur skáld útskýra hvernig maður getur smíðað sér sinn eiginn heim og átt […]

Jæja frá formanni

Jæja, kæru félagar. Haustverkin kalla og við höldum áfram að stuðla að bættu umhverfi höfunda og hugverka. Unnið er í hljóðbókamálum og fyrirhugað að halda hádegisfund um streymisveitur til samráðs og upplýsingar í næstu viku, mánudaginn 11. september kl. 12. Fljótlega hefst vinna á vegum menntamálaráðuneytis við mótun bókmenntastefnu og RSÍ á aðild að því […]

Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar

Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar voru afhent í 10. skiptið þann 26. ágúst. Hlaut Steinunn Siguðardóttir verðlaunin fyrir bók sína „Af ljóði ertu komin.“ Auk ljóðaverðlaunanna voru afhent við sama tilefni Borgfisku Menningarverðlaunin, og komu þau í hlut þjóðlagasveitarinnar Slitinna strengja. Verðlaunin eru afhent úr Minningarsjóði Guðmundar Böðvarssonar skálds og bónda og konu hans Ingibjargar Siguðardóttur. Yfirlýst […]

Bókmenntahátíð í Reykjavík 2017

Dagskrá Bókmenntahátíðar 2017 liggur nú fyrir og má skoða hér. Bókmenntahátíð í Reykjavík fer fram í þrettánda skipti dagana 6.-9. september. Dagskrá hennar er metnaðarfull og spennandi, en von er á  17 virtum og vinsælum erlendum höfundum, auk þess sem margir helstu höfundar Íslands taka þátt. Meðal erlendu gestanna er hin kóreska Han Kang sem […]

Tilnefningar til Ísnálarinnar 2017

Nú liggja fyrir tilnefningar til Ísnálarinnar 2017, en þau verðlaun eru veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Í ár eru tilnefnd þessi verk: Speglabókin (The Book of Mirrors) eftir E.O. Chirovici í þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur. Hrafnamyrkur (Raven Black) eftir Ann Cleeves í þýðingu Snjólaugar Bragadóttur. […]