Search
Close this search box.

Höfundakvöld í Gunnarshúsi í haust

Kæru félagsmenn!

Góð reynsla hefur verið af höfundakvöldum í Gunnarshúsi undanfarin þrjú ár. Á þeim hefur tekist að lyfta jólabókavertíðinni upp úr fari hinna hefðbundnu upplestrarkvölda og gefa hverri bók og hverjum höfundi meiri tíma. Í ár er boðið upp á átta fimmtudagskvöld (19. október – 7. desember) sem félagar í RSÍ geta tekið frá ef þeir vilja skipuleggja höfundakvöld.

Höfundur/höfundar skipuleggja kvöldin eftir eigin höfði og sjá um alla framkvæmd. RSÍ leggur til húsið endurgjaldslaust og kynnir viðburðina í miðlum RSÍ. Áhugasamir hafi samband við skrifstofuna s: 568 3190 eða rsi@rsi.gagnaver.is til að bóka.

Kvöldin sem um ræðir eru: 19. og 26. október, 2., 9., 16., 23. og 30. nóvember, 7. desember.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email