Search
Close this search box.

Sögusteinninn og Bókaverðlaun barnanna

Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut Sögusteininn, heiðursverðlaun IBBY á Íslandi, fyrir æviframlag sitt í þágu barnamenningar á Íslandi á verðlaunahátíðin SÖGUM sem fór fram í fyrsta sinn í Eldborgarsal Hörpu þann 22. apríl sl. Börn á aldrinum 6-12 ára gátu kosið um það besta á sviði bókmennta, sjónvarps, tónlistar og leikhúss. Amma best eftir Gunnar Helgason hlaut […]

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2018

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2018 koma í hlut Kristínar Helgu Gunnarsdóttur fyrir bókina Vertu ósýnilegur, Magneu J. Matthíasdóttur fyrir þýðingu á bókinni Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur og Ránar Flygenring fyrir myndskreytingar í bókinni Fuglar. Á næsta ári verða jafnframt veitt verðlaun í nafni Guðrúnar Helgadóttur fyrir óbirt handrit að barna- og unglingabók. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar við hátíðlega […]

SÖGUR – verðlaunahátíð barnanna

Skemmtilegasta verðlaunahátíð landsins verður haldin í Hörpu á lokadegi barnamenningarhátíðar! SÖGUR – verðlaunahátíð barnanna fer fram í Eldborg sunnudaginn 22. apríl kl. 19.30. Á þessum stórviðburði í anda Kids’ Choice Awards verðlauna íslensk börn allt það sem þeim finnst standa upp úr í menningarlífinu. Þetta er verðlaunahátíð eins og börn vilja sjá hana, fyndin og […]

ELÍSABET SEXTUG

Sunnudaginn 22. apríl verður haldið málþing í tilefni að sextugsafmæli Elísabetar Jökulsdóttur. Málþingið fer fram í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins, á Dyngjuvegi 8 og hefst kl. 15:00 og stendur til kl. 17:00. DAGSKRÁ 15:00   Soffía Auður Birgisdóttir: Setning málþingsins. 15:05   Leikhópurinn Ra Ta Tam flytur atriði úr leiksýningunni Ahhh – Ástin er að halda jafnvægi. […]

Starfsstyrkir – opið fyrir umsóknir

Opið er fyrir umsóknir um starfsstyrki úr Höfundasjóði RSÍ. Styrkirnir eru veittir til ritstarfa og áhersla er lögð á að styrkja höfunda til að ljúka verkum sem eru langt komin. Sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Til úthlutunar eru 3.500.000 kr. Veittir verða allt að tíu styrkir. Umsóknarfrestur t.o.m. 7. maí 2018.

Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur er tilnefnd í flokki þýddra skáldsagna til Premio Strega-verðlaunanna , virtustu bókmenntaverðlauna Ítala. Ör kom út á ítalíu í janúar undir titlinum Hotel Silence og hefur fengið afburða dóma og mikla umfjöllun í ítölskum fjölmiðlum. Fyrsta upplag bókarinnar seldist upp í fyrstu vikunni og þriðja prentun er komin í verslanir. Ítalskir gagnrýnendur eru […]

Höfundamiðstöð RSÍ auglýsir eftir bókmenntadagskrám til þátttöku í Skáld í skólum 2018

Árlega býður Höfundamiðstöð RSÍ grunnskólum um land allt upp á bókmenntadagskrár undir heitinu Skáld í skólum þar sem rithöfundar hitta nemendur á aldrinum 6-16 ára til að fjalla um bókmenntir. Skáld í skólum er ómissandi þáttur í kynningu nútímabókmennta í grunnskólum landsins en yfir 60 mismunandi dagskrár hafa orðið til innan vébanda verkefnisins frá því það hóf göngu […]

Tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018

Dómnefnd barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs hefur birt tilnefningar til verðlaunanna á árinu 2018. Frá Íslandi eru tilnefndar bækurnar Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttir og Skrímsli í vanda eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler & Rakel Helmsdal. Alls eru tilnefndar 12 bækur frá öllum Norðurlöndunum.