Skýrsla starfshóps um bókmenningarstefnu

Kristján Þór Júlíusson þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra skipaði sl. haust starfshóp um gerð bókmenningarstefnu þar sem íslensk bókaútgáfa og aðstæður hennar yrðu skoðaðar. Í skýrslunni eru settar fram tillögur að aðgerðum sem ætlað er að styrkja íslenska bókaútgáfu, efla höfunda og tryggja börnum aðgang að góðum bókum og námsefni. Skýrslan er aðgengileg hér á vef […]
Eva Björg Ægisdóttir hlaut Svartfuglinn

Eva Björg Ægisdóttir hlaut spennusagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir sögu sína Marrið í stiganum sem komin er út hjá Veröld. Marrið í stiganum er fyrsta bók Evu Bjargar Ægisdóttur og bar handrit hennar sigur úr býtum í samkeppninni um Svartfuglinn, glæpasagnaverðlaun sem Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til í samvinnu við Veröld. Í umsögn dómnefndar […]
Tilnefningar til Maístjörnunnar 2017

Tilnefningar til Maístjörnunnar vegna ljóðabókar útgefinnar 2017 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag. Tilnefnd eru: Bergþóra Snæbjörnsdóttir – Flórída (Benedikt bókaútgáfa) Elísabet Kristín Jökulsdóttir – Dauðinn í veiðarfæraskúrnum (Viti menn) Eydís Blöndal – Án tillits (Eydís Blöndal) Jónas Reynir Gunnarsson – Stór olíuskip (Partus) Kristín Ómarsdóttir – Kóngulær í sýningargluggum (JPV útgáfa) Tilnefndar […]
Sögusteinninn og Bókaverðlaun barnanna

Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut Sögusteininn, heiðursverðlaun IBBY á Íslandi, fyrir æviframlag sitt í þágu barnamenningar á Íslandi á verðlaunahátíðin SÖGUM sem fór fram í fyrsta sinn í Eldborgarsal Hörpu þann 22. apríl sl. Börn á aldrinum 6-12 ára gátu kosið um það besta á sviði bókmennta, sjónvarps, tónlistar og leikhúss. Amma best eftir Gunnar Helgason hlaut […]
Dagur bókarinnar í dag!
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2018

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2018 koma í hlut Kristínar Helgu Gunnarsdóttur fyrir bókina Vertu ósýnilegur, Magneu J. Matthíasdóttur fyrir þýðingu á bókinni Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur og Ránar Flygenring fyrir myndskreytingar í bókinni Fuglar. Á næsta ári verða jafnframt veitt verðlaun í nafni Guðrúnar Helgadóttur fyrir óbirt handrit að barna- og unglingabók. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar við hátíðlega […]
SÖGUR – verðlaunahátíð barnanna

Skemmtilegasta verðlaunahátíð landsins verður haldin í Hörpu á lokadegi barnamenningarhátíðar! SÖGUR – verðlaunahátíð barnanna fer fram í Eldborg sunnudaginn 22. apríl kl. 19.30. Á þessum stórviðburði í anda Kids’ Choice Awards verðlauna íslensk börn allt það sem þeim finnst standa upp úr í menningarlífinu. Þetta er verðlaunahátíð eins og börn vilja sjá hana, fyndin og […]
ELÍSABET SEXTUG

Sunnudaginn 22. apríl verður haldið málþing í tilefni að sextugsafmæli Elísabetar Jökulsdóttur. Málþingið fer fram í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins, á Dyngjuvegi 8 og hefst kl. 15:00 og stendur til kl. 17:00. DAGSKRÁ 15:00 Soffía Auður Birgisdóttir: Setning málþingsins. 15:05 Leikhópurinn Ra Ta Tam flytur atriði úr leiksýningunni Ahhh – Ástin er að halda jafnvægi. […]
Starfsstyrkir – opið fyrir umsóknir

Opið er fyrir umsóknir um starfsstyrki úr Höfundasjóði RSÍ. Styrkirnir eru veittir til ritstarfa og áhersla er lögð á að styrkja höfunda til að ljúka verkum sem eru langt komin. Sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Til úthlutunar eru 3.500.000 kr. Veittir verða allt að tíu styrkir. Umsóknarfrestur t.o.m. 7. maí 2018.

Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur er tilnefnd í flokki þýddra skáldsagna til Premio Strega-verðlaunanna , virtustu bókmenntaverðlauna Ítala. Ör kom út á ítalíu í janúar undir titlinum Hotel Silence og hefur fengið afburða dóma og mikla umfjöllun í ítölskum fjölmiðlum. Fyrsta upplag bókarinnar seldist upp í fyrstu vikunni og þriðja prentun er komin í verslanir. Ítalskir gagnrýnendur eru […]