Sögusteinninn og Bókaverðlaun barnanna
Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut Sögusteininn, heiðursverðlaun IBBY á Íslandi, fyrir æviframlag sitt í þágu barnamenningar á Íslandi á verðlaunahátíðin SÖGUM sem fór fram í fyrsta sinn í Eldborgarsal Hörpu þann 22. apríl sl. Börn á aldrinum 6-12 ára gátu kosið um það besta á sviði bókmennta, sjónvarps, tónlistar og leikhúss. Amma best eftir Gunnar Helgason hlaut […]
Dagur bókarinnar í dag!
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2018
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2018 koma í hlut Kristínar Helgu Gunnarsdóttur fyrir bókina Vertu ósýnilegur, Magneu J. Matthíasdóttur fyrir þýðingu á bókinni Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur og Ránar Flygenring fyrir myndskreytingar í bókinni Fuglar. Á næsta ári verða jafnframt veitt verðlaun í nafni Guðrúnar Helgadóttur fyrir óbirt handrit að barna- og unglingabók. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar við hátíðlega […]
SÖGUR – verðlaunahátíð barnanna
Skemmtilegasta verðlaunahátíð landsins verður haldin í Hörpu á lokadegi barnamenningarhátíðar! SÖGUR – verðlaunahátíð barnanna fer fram í Eldborg sunnudaginn 22. apríl kl. 19.30. Á þessum stórviðburði í anda Kids’ Choice Awards verðlauna íslensk börn allt það sem þeim finnst standa upp úr í menningarlífinu. Þetta er verðlaunahátíð eins og börn vilja sjá hana, fyndin og […]
ELÍSABET SEXTUG
Sunnudaginn 22. apríl verður haldið málþing í tilefni að sextugsafmæli Elísabetar Jökulsdóttur. Málþingið fer fram í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins, á Dyngjuvegi 8 og hefst kl. 15:00 og stendur til kl. 17:00. DAGSKRÁ 15:00 Soffía Auður Birgisdóttir: Setning málþingsins. 15:05 Leikhópurinn Ra Ta Tam flytur atriði úr leiksýningunni Ahhh – Ástin er að halda jafnvægi. […]
Starfsstyrkir – opið fyrir umsóknir
Opið er fyrir umsóknir um starfsstyrki úr Höfundasjóði RSÍ. Styrkirnir eru veittir til ritstarfa og áhersla er lögð á að styrkja höfunda til að ljúka verkum sem eru langt komin. Sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Til úthlutunar eru 3.500.000 kr. Veittir verða allt að tíu styrkir. Umsóknarfrestur t.o.m. 7. maí 2018.
Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur er tilnefnd í flokki þýddra skáldsagna til Premio Strega-verðlaunanna , virtustu bókmenntaverðlauna Ítala. Ör kom út á ítalíu í janúar undir titlinum Hotel Silence og hefur fengið afburða dóma og mikla umfjöllun í ítölskum fjölmiðlum. Fyrsta upplag bókarinnar seldist upp í fyrstu vikunni og þriðja prentun er komin í verslanir. Ítalskir gagnrýnendur eru […]
Höfundamiðstöð RSÍ auglýsir eftir bókmenntadagskrám til þátttöku í Skáld í skólum 2018
Árlega býður Höfundamiðstöð RSÍ grunnskólum um land allt upp á bókmenntadagskrár undir heitinu Skáld í skólum þar sem rithöfundar hitta nemendur á aldrinum 6-16 ára til að fjalla um bókmenntir. Skáld í skólum er ómissandi þáttur í kynningu nútímabókmennta í grunnskólum landsins en yfir 60 mismunandi dagskrár hafa orðið til innan vébanda verkefnisins frá því það hóf göngu […]
Tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018
Dómnefnd barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs hefur birt tilnefningar til verðlaunanna á árinu 2018. Frá Íslandi eru tilnefndar bækurnar Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttir og Skrímsli í vanda eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler & Rakel Helmsdal. Alls eru tilnefndar 12 bækur frá öllum Norðurlöndunum.
Frelsi vinnur The European Poet of Freedom Literary Award 2018
Ljóðabókin Frelsi eftir Lindu Vilhjálmsdóttur vann The European Poet of Freedom Literary Award í Póllandi um helgina! Rithöfundasambandið óskar Lindu innilega til hamingju með viðurkenninguna. Lesa meira