Search
Close this search box.

hof1AudurAvaÖr eftir Auði Övu Ólafsdóttur er tilnefnd í flokki þýddra skáldsagna til Premio Strega-verðlaunanna , virtustu bókmenntaverðlauna Ítala.

Ör kom út á ítalíu í janúar undir titlinum Hotel Silence og hefur fengið afburða dóma og mikla umfjöllun í ítölskum fjölmiðlum. Fyrsta upplag bókarinnar seldist upp í fyrstu vikunni og þriðja prentun er komin í verslanir. Ítalskir gagnrýnendur eru sammála um að bókin fjalli um eðli mennskunnar, um fall og upprisu hins venjulega manns og að höfundur komi sífellt á óvart með hugmyndaflugi sínu. Ör kom einnig út á ensku í febrúar og hefur fengið lofsamlega dóma. Bókin var af breska blaðinu Independent valin ein af 10 bestu bókum 2018 og breska blaðið Daily Mail talar um heimspekilega dýpt, kímni og dásamlega bjartsýni í umfjöllun sinni.

 

 

 

Auður Ava hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2016 fyrir Ör.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email