Search
Close this search box.

Sögusteinninn og Bókaverðlaun barnanna

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut Sögusteininn, heiðursverðlaun IBBY á Íslandi, fyrir æviframlag sitt í þágu barnamenningar á Íslandi á verðlaunahátíðin SÖGUM sem fór fram í fyrsta sinn í Eldborgarsal Hörpu þann 22. apríl sl. Börn á aldrinum 6-12 ára gátu kosið um það besta á sviði bókmennta, sjónvarps, tónlistar og leikhúss. Amma best eftir Gunnar Helgason hlaut Bókaverðlaun barnanna sem besta frumsamda bókin og Dagbók Kidda klaufa – furðulegt ferðalag eftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar var kosin besta þýdda bókin. Blái hnötturinn byggt á bók eftir Andra Snæ Magnason var valinn besta leiksýningin og börnin í Bláa hnettinum voru kosin bestu leikarar og leikkonur ársins.

Rithöfundasamband Íslands óskar Guðrúnu, Gunnari, Helga og Andra Snæ innilega til hamingju með viðurkenningarnar!

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email