Search
Close this search box.

Hádegisfundur 29. maí kl. 12.00 í Gunnarshúsi

Halldóra Jónsdóttir, Steinþór Steingrímsson og Kristín Bjarnadóttir frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum kynna nýja vefgátt sem stofnunin opnaði fyrir skemmstu, http://málið.is. Þar er að finna á einum stað upplýsingar um íslenskt mál í sjö ólíkum gagnasöfnum, sem eru Beygingarlýsing íslensks nútímamáls, Stafsetningarorðabók, Íslensk nútímamálsorðabók, Íslenskt orðanet, Málfarsbankinn, Íðorðabankinn og Íslensk orðsifjabók. Þau munu […]

Vorvindar IBBY

Sunnudaginn 13. maí veitti Íslandsdeild IBBY sínar árlegu viðurkenningar fyrir framlög til barnamenningar, Vorvinda, við athöfn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands. Vorvindum er ætlað að vekja athygli á verkum og starfsemi sem hleypir ferskum og endurnærandi vindum inn í íslenska barnamenningu. Að þessu sinni voru Vorvindahafarnir fjórir. Bókaráð Hagaskóla hlaut Vorvinda fyrir framlag sitt til barnamenningar. […]

Starfsstyrkir – minnt á umsóknarfrest 7. maí

Opið er fyrir umsóknir um starfsstyrki úr Höfundasjóði RSÍ. Styrkirnir eru veittir til ritstarfa og áhersla er lögð á að styrkja höfunda til að ljúka verkum sem eru langt komin. Sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Til úthlutunar eru 3.500.000 kr. Veittir verða allt að tíu styrkir. Umsóknarfrestur t.o.m. 7. maí 2018.

Aðalfundur SÍUNG

Kæru barna- og unglingabókahöfundar. Það er komið að aðalfundi SÍUNG. Aðalfundur SÍUNG verður haldinn í Gunnarshúsi þann 16. maí kl. 20.00. Dagskráin er sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningar. 3. Umræður um þetta tvennt. 4. Hvert vill SÍUNG stefna? Fagfélag/stéttarfélag. 5. Byrjendalæsi. 6. Stjórnarkjör. Stjórnin er sem stendur skipuð þannig að Gunnar Helgason […]

Höfundamiðstöð RSÍ auglýsir eftir bókmenntadagskrám til þátttöku í Skáld í skólum 2018 – umsóknarfrestur til 4. maí

Árlega býður Höfundamiðstöð RSÍ grunnskólum um land allt upp á bókmenntadagskrár undir heitinu Skáld í skólum þar sem rithöfundar hitta nemendur á aldrinum 6-16 ára til að fjalla um bókmenntir. Skáld í skólum er ómissandi þáttur í kynningu nútímabókmennta í grunnskólum landsins en yfir 60 mismunandi dagskrár hafa orðið til innan vébanda verkefnisins frá því það hóf göngu […]

Af aðalfundi

Karl Ágúst Úlfsson var kjörinn nýr formaður Rithöfundasambands Íslands á aðalfundi sambandsins í gær þann 26. apríl. Hann tekur við sem formaður af Kristínu Helgu Gunnarsdóttur sem gegnt hefur embættinu undanfarin fjögur ár. Vilborg Davíðsdóttir var endurkjörin varaformaður og Bjarni Bjarnason endurkjörinn varamaður. Jón Gnarr var kjörinn meðstjórnandi í stað Hallgríms Helgasonar sem ekki gaf […]

Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands 2018 26. apríl kl. 19.30 í Gunnarshúsi

Dagskrá: Skýrsla formanns Skýrsla gjaldkera Lýsing stjórnarkjörs Kosning í inntökunefnd Kosning félagslegra skoðunarmanna Kosning í úthlutunarnefnd Höfundasjóðs Tillaga stjórnar um árgjald 2019 Tillaga stjórnar að heiðursfélaga RSÍ Lagabreytingar Ljósvakasjóður, nýjar reglur fyrir IHM-greiðslur RSÍ Samningar við leikhúsin Önnur mál

Skýrsla starfshóps um bókmenningarstefnu

Kristján Þór Júlíusson þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra skipaði sl. haust starfshóp um gerð bókmenningarstefnu þar sem íslensk bókaútgáfa og aðstæður hennar yrðu skoðaðar. Í skýrslunni eru settar fram tillögur að aðgerðum sem ætlað er að styrkja íslenska bókaútgáfu, efla höfunda og tryggja börnum aðgang að góðum bókum og námsefni. Skýrslan er aðgengileg hér á vef […]

Eva Björg Ægisdóttir hlaut Svartfuglinn

  Eva Björg Ægisdóttir hlaut spennusagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir sögu sína Marrið í stiganum sem komin er út hjá Veröld.  Marrið í stiganum er fyrsta bók Evu Bjargar Ægisdóttur og bar handrit hennar sigur úr býtum í samkeppninni um Svartfuglinn, glæpasagnaverðlaun sem Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til í samvinnu við Veröld. Í umsögn dómnefndar […]

Tilnefningar til Maístjörnunnar 2017

Tilnefningar til Maístjörnunnar vegna ljóðabókar útgefinnar 2017 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag. Tilnefnd eru: Bergþóra Snæbjörnsdóttir – Flórída (Benedikt bókaútgáfa) Elísabet Kristín Jökulsdóttir – Dauðinn í veiðarfæraskúrnum (Viti menn) Eydís Blöndal – Án tillits (Eydís Blöndal) Jónas Reynir Gunnarsson – Stór olíuskip (Partus) Kristín Ómarsdóttir – Kóngulær í sýningargluggum (JPV útgáfa) Tilnefndar […]