Search
Close this search box.

Nýræktarstyrkir 2018

nyraektarstyrkjaafhending-2018
Benný Sif Ísleifsdóttir, Þorvaldur S. Helgason og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.

Miðvikudaginn 30. maí, veitti Miðstöð íslenskra bókmennta tveimur nýjum höfundum Nýræktarstyrki til að styðja við útgáfu á verkum þeirra, en hvor styrkur nemur 400.000 kr. Benný Sif Ísleifsdóttir hlaut styrk fyrir skáldsöguna Gríma og Þorvaldur S. Helgason fyrir ljóðabókina Gangverk. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti styrkina við athöfn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins.

Þetta er í ellefta sinn sem Nýræktarstyrkjum er úthlutað, en alls hafa rúmlega fimmtíu höfundar hlotið þessa viðurkenningu frá upphafi. Meðal höfunda sem hlotið hafa Nýræktarstyrki á liðnum árum eru Fríða Ísberg, Arngunnur Árnadóttir, Bergur Ebbi Benediktsson, Bryndís Björgvinsdóttir, Dagur Hjartarson, Halldór Armand Ásgeirsson, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Sigurlín Bjarney Gísladóttir og Sverrir Norland.

Nýræktarstyrkir eru veittir árlega til útgáfu á skáldverkum höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum og hvetja þá með því til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira.

Lesa meira.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email