Nýskráningar vegna greiðslna vegna útlána á bókasöfnum 2022
Af árlegri fjárveitingu Alþingis fyrir afnot á bókasöfnum er úthlutað til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa, samkvæmt útlánum og afnotum verka þeirra á bókasöfnum. Um úthlutun gilda lög nr. 91/2007 með síðari breytingum og reglur nr. 323/2008. Til að öðlast rétt til úthlutunar úr sjóðnum þurfa höfundar og rétthafar að sækja um á sérstökum […]
SAMNORRÆN ÁLYKTUN
Án bókmenningar ekkert lýðræði. Þessi sannindi eru svo sjálfsögð að þau eru ósýnileg. Það væri líka hægt að segja: Lýðræði er spottið úr bókum. Hvernig hefði verið hægt að ná fram þeim samtakamætti sem lagði grunn að þingræðinu og kosningarétti kvenna án þekkingar á fortíðinni, eða að byggja upp hugmyndafræði út frá hugmyndum um jafnvirði […]
Bóksalaverðlaunin 2022
Á hverju ári velja bóksalar sínar uppáhaldsbækur og tilkynna í bókmenntaþættinum Kiljunni á RÚV. Úrslit kynntu Starri Reynisson frá Eymundsson á Austurstræti og Kristín Nanna Einarsdóttir úr Bókabúð Sölku á Hverfisgötu. Í flokki skáldverka: Í flokki ljóðabóka: Í flokki íslenskra barna- og ungmennabóka: Í flokki fræðibóka, handbóka og ævisagna: Í flokki þýddra skáldverka: Í flokki […]
Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Í gærkvöldi voru tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna kynntar í Kiljunni (Kiljan) og hlutu eftirfarandi þýðendur tilnefningu: Árni Óskarsson: Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu, útgefandi Bjartur. Friðrik Rafnsson: Svikin við erfðaskrárnar: Ritgerð í níu hlutum, útgefandi Ugla útgáfa. Heimir Pálsson: Norrlands Akvavit, útgefandi Ugla útgáfa. Jón St. Kristjánsson: Uppskrift að klikkun, útgefandi Angústúra. Pétur […]
Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2023
Mikið var um dýrðir á Borgarbókasafninu í miðbæ Reykjavíkur 5. desember 2022 þegar níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi. Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar: Í flokki barna- og unglingabókmennta: Kollhnís eftir Arndísi ÞórarinsdótturBronsharpan eftir Kristínu Björg Sigurvinsdóttur Héragerði. Ævintýri um súkkulaði og […]
Aðventa lesin í Gunnarshúsi
Saga Gunnars Gunnarssonar um eftirleitir Fjalla-Bensa og förunauta hans á Mývatnsöræfum verður að venju lesin í Gunnarshúsum í Reykjavík og á Skriðuklaustri 11. desember, þriðja sunnudag í aðventu.Hjá Rithöfundasambandi Íslands í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 les Sigríður Láretta Jónsdóttir, leikkona og meistaranemi í ritlist og hjá Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri les Orri Huginn Ágústsson leikari. Lesturinn […]
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans 2022
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaun fyrir Íslensku bókmenntaverðlaunin og Íslensku glæpasagnaverðlaunin, Blóðdropans, um mánaðamótin janúar-febrúar á komandi ári á Bessastöðum. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk. Félag íslenskra bókaútgefanda kostar verðlaunin. Tilnefningar í flokki skáldverka: Tilnefningar í flokki barna- og ungmennabóka: Tilnefningar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis: Tilnefningar til […]
Dvalarsetur í La Rochelle 2023 fyrir spennusagnahöfund
Auglýst er eftir umsóknum spennusagnahöfunda um dvöl í dvalarsetrinu Centre Intermondes í maí 2023. Umsóknir skulu vera á ensku. Lágmarksdvalartími er þrjár vikur. Innifalið í styrknum er dvöl, ferðastyrkur til og frá Íslandi og dagpeningar. Höfundur tekur þátt í einni vinnustofu og heldur eitt erindi meðan á dvölinni stendur. Gjaldgengar eru umsóknir frá öllum spennusagnahöfundum sem […]
Natasha S. hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar mánudaginn 17. október 2022 við hátíðlega athöfn í Höfða. Natasha S. hlýtur verðlaunin fyrir handri að bókinni Máltaka á stríðstímum. Una útgáfuhús gefur út. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði við athöfnina í Höfða að Natasha væri vel að verðlaununum komin. „Það er ánægjulegt að ljóðskáld af erlendum […]
Ljósvakasjóður – umsóknarfrestur til 24. október
Bætur vegna eintakagerðar til einkanota skv. 11.gr. höfundalaga Rithöfundasamband Íslands (RSÍ) tekur við greiðslum frá Innheimtumiðstöð rétthafa (IHM). Greiðslurnar renna í Ljósvakasjóð sem úthlutar til höfunda og þýðenda leiktexta og annarra skáldverka í samræmi við reglur þessar. Hagþenkir annast úthlutanir til rétthafa fræðslu- og heimildaefnis eftir eigin reglum. Réttur til greiðslu er bundinn því að viðkomandi verki hafi […]