Search
Close this search box.

Bóksalaverðlaunin 2022

Á hverju ári velja bóksalar sínar uppáhaldsbækur og tilkynna í bókmenntaþættinum Kiljunni á RÚV.
Úrslit kynntu Starri Reynisson frá Eymundsson á Austurstræti og Kristín Nanna Einarsdóttir úr Bókabúð Sölku á Hverfisgötu.

Í flokki skáldverka:

 1. sæti: Eden eftir Auði Övu Ólafsdóttur
 2. sæti: Játning eftir Ólaf Jóhann Ólafsson
 3. sæti: Saknaðarilmur eftir Elísabet Jökulsdóttur

Í flokki ljóðabóka:

 1. sæti: Allt sem rennur Bergþóru Snæbjörnsdóttur
 2. sæti: Máltaka á stríðstímum eftir Natasha S.
 3. sæti: Urta eftir Gerði Kristnýju

Í flokki íslenskra barna- og ungmennabóka:

 1. sæti: Dulstafir: Bronsharpan eftir Kristínu Björgu Sigurvinsdóttur
 2. sæti: Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur
 3. sæti: Bannað að ljúga eftir Gunnar Helgason

Í flokki fræðibóka, handbóka og ævisagna:

 1. sæti: Keltar – Áhrif á íslenska tungu og menningu eftir Þorvald Friðriksson
 2. sæti: Farsótt eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur
 3. sæti: nýyrði Jónasar Hallgrímssonar eftir Önnu Sigríði Þráinsdóttur og í myndskreytingu Elínar Elísabetar Einarsdóttur

Í flokki þýddra skáldverka:

 1. sæti: Sjö eiginmenn Evelyn Hugo eftir Taylor Jenkins Reid í þýðingu Sunnu Dísar Másdóttur
 2. sæti: Þessu lýkur hér eftir Colleen Hoover í þýðingu Birgittu Elínar Hassel og Mörtu Hlínar Magnadóttur
 3. sæti: Staðurinn eftir Annie Ernaux í þýðingu Rutar Ingólfsdóttur

Í flokki þýddra barna- og ungmennabóka:

 1. sæti: Amma glæpon enn á ferð eftir David Williams í þýðingu Guðna Kolbeinssonar
 2. sæti: Júlían er Hafmeyja eftir Jessica Love í þýðingu Ragnhildar Guðmundsdóttur
 3. sæti: Skandar og einhyrningaþjófurinn eftir A.F. Steadman í þýðingu Ingunnar Snædal

Besta bókakápa ársins að mati bóksala: Ljósagangur eftir Dag Hjartarson, hönnuð af Emelíu Ragnarsdóttur.Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email