Search
Close this search box.

Dvalarsetur í La Rochelle 2023 fyrir spennusagnahöfund

Auglýst er eftir umsóknum spennusagnahöfunda um dvöl í dvalarsetrinu Centre Intermondes í maí 2023. Umsóknir skulu vera á ensku.

Lágmarksdvalartími er þrjár vikur. Innifalið í styrknum er dvöl, ferðastyrkur til og frá Íslandi og dagpeningar. Höfundur tekur þátt í einni vinnustofu og heldur eitt erindi meðan á dvölinni stendur. Gjaldgengar eru umsóknir frá öllum spennusagnahöfundum sem eru félagsmenn í RSÍ. Frönskukunnátta er ekki skilyrði.

Fylla skal út umsóknareyðublað á heimasíðu RSÍ/hér að neðan. Með umsóknum skal fylgja:

  • Ferilskrá höfundar (á ensku).
  • Kynningarbréf þar sem höfundur tiltekur ástæður fyrir dvölinni (á ensku).
  • Kynning á verkinu sem höfundur vinnur að í dvöl sinni (á ensku).

Öll viðhengi skal senda í tölvupósti á netfangið umsoknir@rsi.is.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur og er t.o.m. 7. desember 2022.

SÆKJA UM

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email