Höfundakvöld í Gunnarshúsi 28. október – Steinunn Sigurðardóttir

Fimmtudaginn 28. október kl. 20:00 verður fjallað um nýjustu skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur Systu megin – leiksaga. Höfundakvöldið hefst kl 20:00 í Gunnarshúsi. Björn Halldórsson rithöfundur ræðir verkið við höfundinn. Systu megin er hárbeitt og óvenjuleg saga um utangarðsfólk sem fær hér bæði rödd og ásýnd. Systa býr ein í kjallarakompu við bágar aðstæður en hún ræður sér sjálf. Hún hefur […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi í kvöld – Arthúr Björgvin Bollason

Í kvöld, þriðjudaginn 26. október mun Arthúr Björgvin Bollason kynna þýðingu sína á skáldsögunni Hýperíon eftir Friedrich Hölderlín í Gunnarshúsi. Kynningin hefst kl 18. Friedrich Hölderlín (1770 – 1843) var eitt af fremstu ljóðskáldum Þjóðverja. Hýperíon eða einfarinn á Grikklandi var eina skáldsagan, sem hann sendi frá sér um dagana. Sagan er talin eitt merkasta skáldverk […]
Jón Hjartarson hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2021

Jón Hjartarson hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2021 fyrir ljóðahandritið Troðningar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema einni milljón króna. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið út hjá JPV útgáfu. Jón Jóhann Hjartarson er fæddur árið 1942 á Hellissandi. Hann útskrifaðist sem kennari frá Kennaraskóla Íslands 1965 og lauk leikaraprófi frá […]
RSÍ hefur hlotið félagsaðild að CEATL

Rithöfundasamband Íslands hlaut á dögunum ingöngu í CEATL – Evrópsk samtök samtaka bókmenntaþýðenda. CEATL eru alþjóðleg samtök stofnuð 1993 í þeim tilgangi að skapa sameiginlega vettvang fyrir samtök bókmenntaþýðenda víðs vegar í Evrópu til að skiptast á upplýsingum og skoðunum og sameina krafta sína til þess að bæta starfsumhverfi og stöðu bókmenntaþýðenda. Samtökin eflast með […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi 21. október – Ingibjörg Hjartardóttir

Fimmtudaginn 21. október verður fjallað um nýjustu skáldsögu Ingibjargar Hjartardóttur, Jarðvísindakona deyr, sem kom út í byrjun sumars. Sagan gerist í Selvík, afskekktu þorpi á einu virkasta jarðskjálftasvæði landsins. Eftir dapurlegt tímabil í sögu byggðarlagsins, með miklu atvinnuleysi, horfir nú loks til betri vegar því erlendur auðkýfingur ætlar að reisa þar eitt stærsta kísilver í heimi. Hjól […]
Höfundakvöld 2021 hefjast í kvöld

Rithöfundasambandið vekur athygli á því að nú er að hefjast röð höfundakvölda í Gunnarshúsi þar sem höfundar kynnar nýjar bækur haustsins. Líkt og undanfarin ár verða bókmenntaviðburðir í Gunnarshúsi í október og fram í byrjun desember. Kvöldin eru með ýmsu sniði enda móta þátttakendur þau eftir sínu höfði. Hver viðburður verður auglýstur sérstaklega þegar nær dregur. […]
Ljósvakasjóður – umsóknarfrestur til 5. nóvember

Bætur vegna eintakagerðar til einkanota skv. 11.gr. höfundalaga Rithöfundasamband Íslands (RSÍ) tekur við greiðslum frá Innheimtumiðstöð rétthafa (IHM). Greiðslurnar renna í Ljósvakasjóð sem úthlutar til höfunda og þýðenda leiktexta og annarra skáldverka í samræmi við reglur þessar. Hagþenkir annast úthlutanir til rétthafa fræðslu- og heimildaefnis eftir eigin reglum. Réttur til greiðslu er bundinn því að viðkomandi verki hafi […]
Íslensku barnabókaverðlaunin 2021

Ólafur Gunnar Guðlaugsson bar sigur úr býtum í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin 2021 með söguna Ljósbera, fyrsta bindinu í þríleiknum um síðasta seiðskrattann. Ólafur hefur áður sent frá sér vinsælar barnabækur og leikrit um Benedikt búálf en Ljósberi er fyrsta skáldsaga hans fyrir eldri lesendur. Rithöfundasamband Íslands óskar Ólafi Gunnari innilega til hamingju með verðlaunin!
Dvalarsetur í La Rochelle 2022 fyrir barna- og ungmennabókahöfund

RitRithöfundasamband Íslands (RSÍ) og Centre Intermondes de la Rochelle og la Maison des écritures de la Rochelle í samstarfi við Franska sendiráðið á Íslandi og Alliance Française í Reykjavik auglýsa eftir umsóknum um dvöl í dvalarsetrinu Centre Intermondes í einn mánuð í maí 2022. Umsóknir skulu vera á ensku. LESA MEIRA
Kristín Bjarnadóttir látin

Kristín Bjarnadóttir, ljóðskáld, leikkona og tangódansari, lést í Gautaborg þann 1. október 73 ára gömul. Ljóð eftir Kristínu birtust fyrst 1979 í Lesbók Morgunblaðsins og safnritinu Nýgræðingar í Ljóðagerð 1970-1981. Seinna stuttar frásagnir og textar fluttir á sviði og í útvarpi. Hún vann við þáttagerð hjá RÚV, meðal annars þáttaröð um skandinavískar samtíðaskáldkonur, í samvinnu […]