Search
Close this search box.

Höfundakvöld í Gunnarshúsi í kvöld – Arthúr Björgvin Bollason

Í kvöld, þriðjudaginn 26. október mun Arthúr Björgvin Bollason kynna þýðingu sína á skáldsögunni Hýperíon eftir Friedrich Hölderlín í Gunnarshúsi. Kynningin hefst kl 18. 

Friedrich Hölderlín (1770 – 1843) var eitt af fremstu ljóðskáldum Þjóðverja. Hýperíon eða einfarinn á Grikklandi var eina skáldsagan, sem hann sendi frá sér um dagana. Sagan er talin eitt merkasta skáldverk rómantíska tímabilins í Þýskalandi í óbundnu máli. 


Arthúr Björgvin spjallar um skáldið Friedrich Hölderlín og les brot úr þýðingu sinni á þessu sígilda meistaraverki, sem nú kemur fyrir sjónir íslenskra lesenda í fyrsta sinn.

Léttar veitingar verða í boði. Allir velkomnir!

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email