Search
Close this search box.

Kristín Bjarnadóttir látin

Kristín Bjarnadóttir, ljóðskáld, leikkona og tangódansari, lést í Gautaborg þann 1. október 73 ára gömul.

Ljóð eftir Kristínu birtust fyrst 1979 í Lesbók Morgunblaðsins og safnritinu Nýgræðingar í Ljóðagerð 1970-1981. Seinna stuttar frásagnir og textar fluttir á sviði og í útvarpi. Hún vann við þáttagerð hjá RÚV, meðal annars þáttaröð um skandinavískar samtíðaskáldkonur, í samvinnu við Nínu Björk Árnadóttur. Hún þýddi ljóðabálkinn Ástarsaga aldarinnar og sviðsútgáfu í samvinnu við Kristbjörgu Kjeld.

Kristín gaf út ljóðsöguna Því að þitt er landslagið (1999), Heimsins besti tangódansari (2005) og Ég halla mér að þér og flýg (2007). Einþáttungur hennar Gættu þín var sýndur í Þjóðleikhúsinu 1987

Kristín átti sæti í stjórn Höfundamiðstöðvarinnar Författarcentrum Väst í Gautaborg allt frá árinu 2010, varaformaður frá 2012 og formaður síðan 2017. Innan höfundamiðstöðvarinnar átti hún frumkvæði að stofnun ljóðahópsins PoPP (poeter orkar poetiska projekt) sem kom til Reykjavíkur sumarið 2017 með upplestrardagskrá í samvinnu við kollega og ljóðskáld í Rithöfundasambandi Íslands. Meðal verkefna sem hún átti frumkvæði að og hafði yfirumsjón með er Waters and Harbours in North  – WHiN, 2017 þar sem Bókmenntaborgin Reykjavík var meðal samvinnuaðila.

Rithöfundasamband Íslands þakkar Kristínu samfylgdina og sendir fjölskyldu hennar og vinum samúðarkveðjur.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email