Search
Close this search box.

Höfundakvöld í Gunnarshúsi 21. október – Ingibjörg Hjartardóttir

Fimmtudaginn 21. október verður fjallað um nýjustu skáldsögu Ingibjargar Hjartardóttur, Jarðvísindakona deyr, sem kom út í byrjun sumars.

Sagan gerist í Selvík, afskekktu þorpi á einu virkasta jarðskjálftasvæði landsins. Eftir dapurlegt tímabil í sögu byggðarlagsins, með miklu atvinnuleysi, horfir nú loks til betri vegar því erlendur auðkýfingur ætlar að reisa þar eitt stærsta kísilver í heimi. Hjól atvinnulífsins hafa þegar tekið að snúast því fátt sem skyggir á gleði þorpsbúa þegar fyrsta skóflustungan að verinu er tekin – ekki einu sinni hörmulegt slys sem varð á svæðinu aðeins nokkrum dögum áður þegar 32 ára gömul jarðvísindakona úr Reykjavík lést eftir að hafa ekið út af veginum skammt utan við þorpið. En þetta bílslys vekur forvitni Margrétar Guðmundsdóttur, sjálfskipaðs kvenspæjara, sem nýorðin er ekkja og komin af léttasta skeiði. Hún fer að rannsaka tildrög slyssins og linnir ekki látum fyrr en sannleikurinn liggur fyrir.   Á yfirborðinu virðist þetta vera sakamálasaga í léttum dúr en undir niðri er þetta háalvarleg samfélagsgagnrýni þar sem pólitískir og efnahagslegir hagsmunir svífast einskis.

Höfundakvöldið hefst kl 20:00 í Gunnarshúsi. Spyrill verður Björg Árnadóttir rithöfundur og ritlistakennari.

Léttar veitingar í boði. Allir velkomnir.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email