Search
Close this search box.

Höfundakvöld 2021 hefjast í kvöld

Rithöfundasambandið vekur athygli á því að nú er að hefjast röð höfundakvölda í Gunnarshúsi þar sem höfundar kynnar nýjar bækur haustsins. Líkt og undanfarin ár verða bókmenntaviðburðir í Gunnarshúsi í október og fram í byrjun desember. Kvöldin eru með ýmsu sniði enda móta þátttakendur þau eftir sínu höfði. Hver viðburður verður auglýstur sérstaklega þegar nær dregur.

Á sviðsbrúninni – ný bók um leiklist og menningarpólitík 

Í kvöld, fimmtudaginn 14. október kl. 20.00, verður fjallað um bók Sveins Einarssonar Á sviðsbrúninni sem Ormstunga gefur út. Bókin skiptist í fjóra meginkafla; þar er fjallað um að vinna í sjónvarpi og hvaða stefnu má fylgja en lítið hefur verið skrifað um þau mál áður; þar er rætt um á hverju verkefnaval í leikhúsi grundvallast, um sögu óperuflutnings á Íslandi allt frá 1951 og loks um ýmis verkefni á vettvangi sviðslista sem blasa við. Höfundakvöldið hefst kl. 20.00 og situr Sveinn þar fyrir svörum. Spyrlar eru Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri og Stefán Baldursson leikstjóri og fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri. Ókeypis er á kynninguna að vanda, en léttar veitingar bornar fram.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email