Search
Close this search box.

Hild­ur Hermóðsdótt­ir látin

Hild­ur Hermóðsdótt­ir, rithöfundur, þýðandi og bóka­út­gef­andi lést 19. febrúar s.l.

Hildur stundaði nám við Héraðsskólann á Laugum og síðar við Kennaraskóla Íslands þar sem hún útskrifaðist árið 1972. Hún lauk svo gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1980 með sögu og íslensku sem aukagreinar.

Hildur starfaði sem lengi sem grunnskólakennari, auk þess að vinna að dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu og bókaumfjöllun í dagblöðum. Á árunum 1986 til 2000 starfaði hún sem ritstjóri barnabóka hjá Bókaútgáfu Máls og menningar.

Árið 2000 stofnaði Hildur svo Bókaútgáfuna Sölku ásamt Þóru Sigríði Ingólfsdóttur, en Hildur tók alfarið við rekstrinum árið 2002. Hún seldi svo útgáfuna árið 2015 og stofnaði þá Textasmiðjuna.

Hildur sendi frá sér bókina Ástin á Laxá, Hermóður í Árnesi og átök­in miklu árið 2022 auk þess sem hún var mikilvirkur þýðandi einkum barnabóka.

Rithöfundasambandið þakkar Hildi samfylgdina og sendir fjölskyldu hennar samúðarkveðjur.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email