Ljósvakasjóður – umsóknarfrestur til 10. september

Bætur vegna eintakagerðar til einkanota skv. 11. gr. höfundalaga Rithöfundasamband Íslands (RSÍ) og Félag leikskálda og handritshöfunda (FLH) taka við greiðslum frá Innheimtumiðstöð rétthafa (IHM). Greiðslurnar renna í Ljósvakasjóð sem úthlutar til höfunda og þýðenda leiktexta og annarra skáldverka í samræmi við reglur sjóðsins.  Greiðsla til handritshöfunda/leikskálda er í formi eingreiðslu og er ekki greitt fyrir endurteknar sýningar á almanaksári. […]

Úthlutun starfsstyrkja úr Höfundasjóði RSÍ

Úthlutunarnefnd Höfundasjóðs RSÍ 2024 hefur lokið störfum. Að þessu sinni hljóta eftirtaldir 6 höfundar starfsstyrki, hvern að upphæð ISK. 350.000. Ása Marín Hafsteinsdóttir Bjarni Fritzson Elín Edda Þorsteinsdóttir Garibaldi (Garðar Baldvinsson) Halla Þórlaug Óskarsdóttir Sigrún Alba Sigurðardóttir Rithöfundasamband Íslands óskar styrkþegum til hamingju með styrkina og góðs gengis í ritstörfum sínum. Auglýst var eftir umsóknum […]

Ályktun stjórnar RSÍ varðandi fyrirhugaðar sumarlokanir bókasafna

Stjórn Rithöfundasambands Íslands mótmælir fyrirhuguðum sumarlokunum flestra útibúa Borgarbókasafnsins í sumar. Með því skerðist þessi nauðsynlega og lögbundna þjónusta við íbúa borgarinnar. Það er að mati stjórnar sérlega viðsjárvert að loka hverfisbókasöfnum á sama tíma og börn hafa ekki aðgang að skólabókasöfnum. Þessa dagana, þegar skólarnir ljúka sínum störfum berast foreldrum hvatningarpóstar frá kennurum og […]

Gyrðir Elíasson hlýtur Tranströmerverðlaunin 2024

Gyrðir Elíasson hlýtur hin virtu Tranströmerverðlaun 2024. Í rökstuðningi valnefndar segir að „ljóð hans hafi með glettni og undrun varðveitt þúsundir augnablika þar sem tilveran er fallvölt“. Tranströmerverðlaunin voru stofnsett til heiðurs ljóðskáldinu Tomas Tranströmer. Verðlaunin eru veitt annaðhvert ár og er verðlaunaféð 200.000 sænskar krónur. Verðlaunin verða veitt þann 12. október 2024 á Bókmenntahátíðinni […]

Gyrðir Elíasson hlýtur Maístjörnuna

Gyrðir Elíasson hlaut í dag 15. maí Maístjörnuna fyrir ljóðabókatvennuna Dulstirni & Meðan glerið sefur. Maístjarnan, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, voru afhent í áttunda sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni. Ávarp Gyrðis Það er með gleði og þakklæti sem ég tek við þessari viðurkenningu í dag. Það er sannarlega til fyrirmyndar […]

Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands 2024

Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands var haldinn 30. apríl 2024. Margrét Tryggvadóttir var endurkjörin formaður, Ragnar Jónasson endurkjörinn varaformaður, Sigríður Hagalín Björnsdóttir var kjörinn meðstjórnandi og Friðgeir Einarsson var kjörinn varamaður. Auk ofantalinna sitja í stjórninni Sindri Freysson og Sverrir Norland meðstjórnendur og Kamilla Einarsdóttir varamaður. Á fundinum voru Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Kristín Steinsdóttir og […]

Tilnefningar til Maístjörnunnar

Maístjarnan, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, verður veitt í áttunda sinn í maí. Tilnefningar til Maístjörnunnar vegna ljóðabóka útgefinna 2023 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag. Tilnefndar bækur eru: Áður en ég breytist eftir Elías Knörr. Útgefandi: Mál og menning Dulstirni/Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson. Útgefandi: Dimma Vandamál vina […]

Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2024

Bækurnar Hrím, eftir Hildi Knútsdóttur og Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttur eru tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024. Alls eru 14 norrænar myndabækur, barnabækur og unglingabækur tilnefndar. Í mörgum af þeim verkum sem tilnefnd eru í ár er fjallað um tilvistarlegar spurningar er varða lífið og dauðann. Annað endurtekið þema eru […]

Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar

Tilkynnt var um tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2024 í Iðnó þann 15. apríl sl. Alls eru 15 bækur tilnefndar í þremur flokkum: Tilnefningar í flokki frumsaminna skáldverka Tilnefningar í flokki myndlýsinga Tilnefningar í flokki þýðinga Í dómnefnd voru: Sunna Dís Jensdóttir (formaður), Anna C. Leplar, Arngrímur Vídalín Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar verða veitt við hátíðlega athöfn í […]

Gerður Krist­ný hlýtur virt norsk bók­mennta­verð­laun

Norska sendiráðið afhenti í dag Gerði Kristnýju ljóðskáldi hin virtu bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Alfred Anderson-Ryssts. Gerður hlýtur verðlaunin fyrir þær margvíslegu og stundum óvæntu tengingar á milli Íslendinga og Norðmanna sem hún hefur búið til með skrifum sínum. Bókmenntaverðlaunin Alfred Anderson-Ryssts voru stofnuð árið 1952 og eru veitt árlega höfundi sem skrifar á […]