Search
Close this search box.

Skáldkvennakvöld í Gunnarshúsi mánudaginn 15. nóvember

Mánudagskvöldið 15. nóvember verður sannkallað skáldkvennakvöld í Gunnarshúsi kl. 20. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir: Ilmreyr – móðurminning. Silja Aðalsteinsdóttir ræðir við Ólínu sem einnig mun lesa úr bókinni. Ilmreyr er aldarspegill og sjálfsævisögulegt verk um lif, ástir og örlög fjögurra kynslóða i ættlegg höfundar.  Guðrún Ingólfsdóttir: Skáldkona gengur laus. Erindi 19. aldar skáldkvenna við heiminn.“ Í bókinni er fjórum skáldkonum frá 19. […]

Ljóðakvöld í Gunnarshúsi fimmtudaginn 11. nóvember

Fimmtudaginn 11. nóvember klukkan 20 verður ljóðakvöld haldið í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8 í Reykjavík. Tvær skáldkonur lesa upp úr nýjum ljóðabókum sínum: Anna S. Björnsdóttir mun lesa úr nýútkominni ljóðabók sinni ANDRÁ, en bókin er 20. ljóðabók Önnu. Hún hefur tekið þátt í og haldið ljóðahátíðir síðastliðin 20 ár, hérlendis og erlendis. Margar bækur Önnu hafa […]

DIMMUKVÖLD Í GUNNARSHÚSI – Fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20

Smásögur, skáldsaga og úrvals barnaefni fléttast saman á bókmenntakvöldi útgáfunnar Dimmu. Nafnarnir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson kynna nýju smásagnasöfnin, Vendipunkta og Svefngarðinn, og þýðendurnir Guðrún Hannesdóttir og Jóhanna Björk Guðjónsdóttir fara um ólíkar slóðir þar sem Asmódeus litli, Pomperípossa og Kona á flótta birtast hvert með sínum hætti. Tónlist í anda kvöldsins flytur Þorgerðar Ása Aðalsteinsdóttir.  Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.  

Ólafur Ormsson látinn

Ólaf­ur Orms­son rit­höf­und­ur lést miðviku­dag­inn 27. októ­ber síðastliðinn, 77 ára gam­all. Ólaf­ur fædd­ist í Reykja­vík 16. nóv­em­ber 1943.  Hann hóf ung­ur ritstörf. Sat meðal ann­ars í rit­stjórn æsku­lýðssíðu Þjóðvilj­ans og var í hópi út­gef­enda og höf­unda að Lyst­ræn­ingj­an­um og tón­list­ar­tíma­rit­inu TT og stóð að bóka­út­gáfu. Hann er höf­und­ur að ljóðabók­um, skáld­sög­um og smá­sagna­söfn­um. Fyrsta ljóðabók hans, Fáfniskver, kom út á ár­inu 1973. […]

Höfundakvöld með Hauki Ingvarssyni

Í tilefni af útkomu bókarinnar Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu: Orðspor Williams Faulkners í íslensku menningarlífi 1930-1960 eftir Hauk Ingvarsson verður haldin útgáfufögnuður og höfundaspjall kl. 20, miðvikudaginn 3. nóvember. Haukur ræðir bókina og myndefni hennar og situr fyrir svörum. Einar Kári Jóhannsson stjórnar umræðum. Viðburðurinn er öllum opin og boðið er upp á […]

Afmælisveisla – Hallberg Hallmundsson

29. október í fyrra hefði Hallberg Hallmundsson (1930-2011), skáld og þýðandi, orðið níræður. Ættingjar hans vildu þá halda minningarstund til heiðurs honum en herra Covid truflaði það. Því var ákveðið að fresta hátíðahöldum um eitt ár. Samkoman verður sunnudaginn 31. október kl. 14:00 í Gunnars­húsi, Dyngjuvegi 8, 104 Reykjavík (Húsi Rithöfundasambandsins). Ræðuhöld verða í styttra lagi en […]

Höfundaheimsóknir í framhaldsskólana hafa fengið byr undir báða vængi

Hófst sem tilraunaverkefni  Vorið 2020 hleypti Miðstöð íslenskra bókmennta af stokkunum verkefninu Höfundaheimsóknir í framhaldsskóla. Verkefnið var tilraunaverkefni og til þess gert að kanna þörf og áhuga framhaldsskólakennara og -nemenda á heimsóknum rithöfunda í kennslustundir. Verkefnið fékk fljótt byr undir báða vængi og fyrsta árið sem það var starfrækt nýtti fjöldi framhaldsskóla sér tækifærið til að […]

Höfundakvöld í Gunnarshúsi 28. október – Steinunn Sigurðardóttir

Fimmtudaginn 28. október kl. 20:00 verður fjallað um nýjustu skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur Systu megin – leiksaga. Höfundakvöldið hefst kl 20:00 í Gunnarshúsi.  Björn Halldórsson rithöfundur ræðir verkið við höfundinn. Systu megin er hárbeitt og óvenjuleg saga um utangarðsfólk sem fær hér bæði rödd og ásýnd. Systa býr ein í kjallarakompu við bágar aðstæður en hún ræður sér sjálf. Hún hefur […]

Höfundakvöld í Gunnarshúsi í kvöld – Arthúr Björgvin Bollason

Í kvöld, þriðjudaginn 26. október mun Arthúr Björgvin Bollason kynna þýðingu sína á skáldsögunni Hýperíon eftir Friedrich Hölderlín í Gunnarshúsi. Kynningin hefst kl 18.  Friedrich Hölderlín (1770 – 1843) var eitt af fremstu ljóðskáldum Þjóðverja. Hýperíon eða einfarinn á Grikklandi var eina skáldsagan, sem hann sendi frá sér um dagana. Sagan er talin eitt merkasta skáldverk […]

Jón Hjartarson hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2021

Jón Hjartarson hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2021 fyrir ljóðahandritið Troðningar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema einni milljón króna. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið út hjá JPV útgáfu. Jón Jóhann Hjartarson er fæddur árið 1942 á Hellissandi. Hann útskrifaðist sem kennari frá Kennaraskóla Íslands 1965 og lauk leikaraprófi frá […]