Search
Close this search box.

Meydómur í Gunnarshúsi

Fimmtudaginn 18. nóvember kl 20.00-21.30 í Gunnarshúsi. Hlín Agnarsdóttir segir frá nýútkominni bók sinni Meydómur sem er svokölluð sannsaga. Ormstunga bókaútgáfa gefur út. Fullorðin dóttir skrifar látnum föður sínum bréf sem jafnframt er bréf til meyjarinnar sem hún eitt sinn var. Meydómur er saga af leiðinni sem hún fetar frá sakleysi bernskunnar til uppreisnar unglingsáranna þegar meydómi hennar lýkur. Hlín mun lesa upp úr bókinni ásamt Steinunni Ólafsdóttur leikkonu. Spyrjandi og samtalsfélagi Hlínar verður Þóra Hjörleifsdóttir sem skrifaði bókina Kvika en hún hefur nýlega slegið í gegn í Bandaríkjunum.

Léttar veitingar.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email