Search
Close this search box.

Skáldkvennakvöld í Gunnarshúsi mánudaginn 15. nóvember

Mánudagskvöldið 15. nóvember verður sannkallað skáldkvennakvöld í Gunnarshúsi kl. 20.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir: Ilmreyr – móðurminning. Silja Aðalsteinsdóttir ræðir við Ólínu sem einnig mun lesa úr bókinni. Ilmreyr er aldarspegill og sjálfsævisögulegt verk um lif, ástir og örlög fjögurra kynslóða i ættlegg höfundar. 

Guðrún Ingólfsdóttir: Skáldkona gengur laus. Erindi 19. aldar skáldkvenna við heiminn.“ Í bókinni er fjórum skáldkonum frá 19. öld sleppt lausum úr handritageymslu  Þjóðarbókhlöðunnar“ segir á bókarkápu. Guðrún Nordal ræðir við nöfnu sína um verkið.

Guðrún Steinþórsdóttir: Raunveruleiki hugans er ævintýri. Um er að ræða doktorsritgerð um verk Vigdísar Grímsdóttur þar sem fjallað er um valdar sögur, einkenni þeirra og viðtökur í ljósi hugrænnar bókmenntafræði. Sigrún Margrét Guðmundsdóttir ræðir bókina við Guðrúnu.

Húsið opnar kl. 19.45 – léttar veitingar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email