Search
Close this search box.

Ljóðakvöld í Gunnarshúsi fimmtudaginn 11. nóvember

Fimmtudaginn 11. nóvember klukkan 20 verður ljóðakvöld haldið í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8 í Reykjavík.

Tvær skáldkonur lesa upp úr nýjum ljóðabókum sínum:

Anna S. Björnsdóttir mun lesa úr nýútkominni ljóðabók sinni ANDRÁ, en bókin er 20. ljóðabók Önnu. Hún hefur tekið þátt í og haldið ljóðahátíðir síðastliðin 20 ár, hérlendis og erlendis. Margar bækur Önnu hafa að geyma ljóð á öðrum tungumálum.

Ragnheiður Lárusdóttir er menntaskólakennari og söngkona, hún gaf út sína fyrstu ljóðabók árið 2020 og ber hún heitið 1900 og eitthvað. Handrit að þeirri bók hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og bókin var einnig tilnefnd til Maístjörnunnar. Nú í haust kom svo út önnur bók Ragnheiðar, Glerflísakliður

Auk skáldkvennanna munu Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Einar Ólafsson, Þór Stefánsson og Þórður Helgason lesa eigin ljóð.

Léttar veitingar verða í boði og skáldin munu bjóða bækur sínar til sölu á staðnum.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Góða skemmtun!

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email