Search
Close this search box.

Höfundakvöld í Gunnarshúsi 2. desember – Tígul fjarki

Fjórir ólíkir höfundar leiða saman hesta sína á upplestrarkvöldi í Gunnarshúsi 2. desember kl. 20.00. 
 
Guðrún Sæmundsen kynnir og les upp úr þriðju bók sinni sálfræðitryllinum RÓSA. Sagan er æsispennandi og tekur á  óhugnanlegri atburðarás sem aðalsögupersónan Rósa sogast inn í. Hverjum getur hún treyst? Er henni sjálfri treystandi? 
 
Tómas Ævar Ólafsson kynnir bók sína Umframframleiðsla sem er ljóðræn rannsókn á þeim verkfærum sem nútímasamfélag beitir á innstu kjarna manneskjunnar. Ljóðabálkurinn fylgir leit ljóðmælanda að lausn undan óefni í sálarlífi sínu.
 
Ásdís Ingólfsdóttir les úr nóvellunni Haustið 82. Bókin fjallar um Möggu sem er í erfiðu háskólanámi  en þarf jafnframt að takast á við ýmsa erfiðleika. Þrátt fyrir það ákveður Magga að fara til Bandaríkjanna að heimsækja vinkonu sína í jólafríinu.
 
Ægir Þór Jähnke með Ekkert, elskan, ég er bara að tala við köttinn. Það er ekki ljóðabók. Ekki leikrit. Ekki nóvella. Ekki esseyja. Ekki smásagnasafn. Ekki handrit. Á hinn bóginn er það eitthvað af þessu öllu. Lausamálsfrásögn með sterkri ljóðrænni undiröldu, samþættum með esseyjutónum, sem á köflum daðrar við að vera einleikur.
 
Allir velkomnir!
Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email