Nýr heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands

Sigurður Pálsson, skáld, var í kvöld gerður að heiðursfélaga í Rithöfundasambandi Íslands. Hann er þrítugasti og þriðji heiðursfélagi sambandsins frá upphafi. Sigurður Pálsson gerðist félagi í Rithöfundasambandi Íslands árið 1976. Hann var formaður sambandsins á árunum 1984-1988. Hann er eitt af okkar kunnustu ljóðskáldum, en auk þess hefur Sigurður sent frá sér leikverk, skáldsögur og […]

Kosningar til stjórnar RSÍ

Á aðalfundi RSÍ í kvöld fór fram kosning tveggja meðstjórnenda og eins varamanns í stjórn. Kosningu hlutu Andri Snær Magnason og Vilborg Davíðsdóttir í sæti meðstjórnenda. Sigurlín Bjaney Gísladóttir hlaut kosningu í sæti varamanns.

Sögusteinninn

Guðni Kolbeinsson, þýðandi og rithöfundur, hlaut í dag bókmenntaverðlaun IBBY á Íslandi, Sögustein. Verðlaunin eru 500.000 krónur, auk verðlaunagrips til eignar, en þau eru veitt rithöfundi, myndlistarmanni eða þýðanda sem með höfundarverki sínu hefur auðgað íslenskar barnabókmenntir. Það var einróma álit valnefndar að Guðni skyldi hljóta verðlaunin í ár. Guðni er íslenskufræðingur að mennt og hefur […]

Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Maðurinn sem hataði börn eftir Þórarinn Leifsson og Vinur minn, vindurinn eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur eru tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs af Íslands hálfu. Dóm­nefnd barna- og ung­linga­bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs út­nefn­ir verðlauna­haf­ann og til­kynnt verður um úr­slit við  at­höfn í Reykja­vík þann 27. októ­ber. Í verðlaun eru 350 þúsund dansk­ar krón­ur. Heildarlisti tilnefndra verka: Island: […]

Jæja …

Það ríkir rafræn gleði í Gunnarshúsi því nú í aprílbyrjun er ný heimasíða Rithöfundasambandsins flogin út í netheima. Hún er skilvirk og skemmtileg, þægileg að vinna með og vonandi mun aðgengilegri fyrir félagsmenn en sú gamla. Það er Áslaug Jónsdóttir, bókverkakona, sem ber hita og þunga af hönnun og framsetningu nýju vefsíðunnar. Hafi hún elskusamlegar […]

Menningarverðlaun DV

Menn­ing­ar­verðlaun DV voru af­hent í 36. skipti í Iðnó í gær, en þau eru veitt fyr­ir framúrsk­ar­andi ár­ang­ur á lista­sviðinu á ár­inu 2014. For­seti Íslands af­henti einnig heiður­sverðlaun DV, en þau hlaut Guðrún Helga­dótt­ir rit­höf­und­ur. Í flokki bókmennta hlaut Guðrún Eva Mín­ervu­dótt­ir verðlaunin fyr­ir skáld­sög­una Englaryk. Í flokki fræða, Of­beldi á heim­ili – Með aug­um […]

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn

Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2015 – 2016. Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, skv. reglum um hús Jóns Sigurðsspnar, er laus til afnota tímabilið 26. ágúst 2015 til 30. ágúst 2016. Allar nánari upplýsingar og sérstök eyðublöð er að finna á heimasíðu Jónshúss: jonshus.dk (fræðimannsíbúð). Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis […]

Tilnefningar til Menningarverðlauna DV 2014

Bókmenntir Kata eftir Steinar Braga Frásagnarháttur Steinars Braga og ferðalög hans um landamæri raunsæis og fantasíu hefur verið í mótun í síðustu skáldsögum hans. Í Kötu nýtist þessi aðferð frábærlega til þess að varpa ljósi á alvarlegt samfélagsmein og – ekki síður – sálarástand þeirra sem þurfa að búa við það. Hér skorar Steinar Bragi íslenskt […]

Viðurkenning Hagþenkis 2014

Guðrún Kristinsdóttir hlýtur Viðurkenningu Hagþenkis 2014 fyrir ritstjórn ritsins Ofbeldi á heimili – Með augum barna. Aðrir höfundar ritsins auk hennar eru: Ingibjörg H. Harðardóttir, Margrét Ólafsdóttir, Margrét Sveinsdóttir, Nanna Þ. Andrésdóttir og Steinunn Gestsdóttir. Í ályktunarorðum Viðurkenningarráðs segir um verkið: „Merkilegt brautryðjandaverk sem á ríkt erindi við kennara, foreldra og alla sem láta sér […]

Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2015

Reykjavíkurborg auglýsir eftir óprentuðu handriti að ljóðabók, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2015. Verðlaun að upphæð 700 þúsund krónur verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin; Páll Valsson formaður og Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir tilnefnd af menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar […]