Gröndalshús

Gröndalshús er komið á nýjan grunn í Grjótaþorpi. Hollvinir hússins fengu leiðsögn Hjörleifs Stefánssonar, arkítekts, um bygginguna nú fyrir helgi, en hópurinn hefur lagt til að húsið verði bókmennta- og fræðahús í eigu Reykjavíkurborgar. Í erindi hópsins til borgarinnar segir: ,,Þótt Reykjavík sé elsti sögustaður þjóðarinnar er sögulagið býsna þunnt þegar kemur að sjálfri höfuðborginni. […]
Frá formanni – jæja

Jæja, kæru félagar. Það er nóg að gera í Gunnarshúsi. Nýverið var lokið við að útdeila úr Bókasafnssjóði og vonandi eru flestir sáttir. Ný stjórn. Aðalfundur var haldinn í apríl. Nýir stjórnarmenn eru Vilborg Davíðsdóttir, Sigurlín Bjarney Gísladóttir og Andri Snær Magnason. Andri er kominn aftur eftir nokkurra ára fjarveru en hann var jafnframt varaformaður […]

Afkoma, réttindi og framtíð rithöfunda á Norðurlöndum Ársfundur Norræna rithöfunda- og þýðendaráðsins í Hörpu Um miðjan maí hélt Rithöfundasamband Íslands í samráði við Hagþenki ársfund Norræna rithöfunda- og þýðendaráðsins. Til fundarins mættu fjörutíu og fimm fulltrúar félaga okkar á Norðurlöndum auk fulltrúa RSÍ og Hagþenkis. Rætt var um fjárhagslega afkomu höfunda og opnaði […]
Fjögur verkefni fengu styrk

Mánudaginn 18. maí, á fæðingardegi Gunnars Gunnarssonar rithöfundar, var úthlutað í fyrsta sinn úr Menningarsjóði Gunnarsstofnunar. Athöfnin fór fram á Skriðuklaustri. Til úthlutunar var ein milljón króna en í máli Helga Gíslasonar, formanns sjóðsstjórnar, kom fram að markmiðið væri að ná höfuðstól sjóðsins upp í 100 m.kr. þannig að í framtíðinni yrði hægt að úthluta […]
Heiðurslaun listamanna Málþing í Iðnó miðvikudag 27. maí nk. kl. 14:00 – 16:00

Bandalag íslenskra listamanna gengst fyrir málþingi um heiðurslaun listamanna sem Alþingi veitir árlega nokkrum hópi listamanna „sem hafa varið starfsævi sinni eða verulegum hluta hennar til liststarfa eða skarað fram úr við listsköpun sína eða störf þeirra að listum hafa skilað miklum árangri á Íslandi eða á alþóðavettvangi“ [orðalag laga um heiðurslaun nr. 25/2012] Kveikjan […]
Vorvindaviðurkenningar IBBY á Íslandi afhentar

Í gær voru í Gunnarshúsi afhentar Vorvindaviðurkenningar IBBY á Íslandi. Fjórar viðurkenningar voru veittar að þessu sinni fyrir störf að barnamenningu. Viðurkenningarnar hlutu: Bergur Þór Ingólfsson. Bergur Þór Ingólfsson er leikhúslistamaður sem hefur undanfarin ár gefið sig æ meira að verkefnum sem höfða til allrar fjölskyldunnar. Bergur vinnur verk sín af alúð og virðingu fyrir […]
Bókaverðlaun barnanna 2015

Bókaverðlaun barnanna voru afhent í Borgarbókasafninu í Grófinni sumardaginn fyrsta, þann 23. apríl. Verðlaunin eru afhent einu sinni á ári og öll börn á landinu geta tekið þátt í valinu: þær bækur hljóta verðlaunin sem hljóta flest atkvæði, svo einfalt er það. Þá eru nokkrir krakkar, sem taka þátt í kjörinu, valdir af handahófi og […]
Arnaldur heiðraður

Arnaldur Indriðason var í dag sæmdur frönsku orðunni Chevalier des Arts et des Lettres. Athöfnin fór fram í franska sendiherrabústaðnum að viðstöddum fríðum flokki ættingja, vina og velunnara. Með Arnaldi á myndinni er franski þýðandinn Eric Boury.
Íslensku þýðingaverðlaunin 2015 afhent á Gljúfrasteini

Í dag, 23. apríl 2015, voru Íslensku þýðingaverðlaunin afhent í ellefta sinn við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini. Forseti Íslands afhenti verðlaunin en þau hlaut Gyrðir Elíasson fyrir Listin að vera einn, þýðingu á ljóðum japanska skáldsins Shuntaro Tanikawa. Gyrðir hefur áður hlotið Íslensku þýðingaverðlaunin en þau fékk hann árið 2012 fyrir annað ljóðasafn, Tunglið braust […]
Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur

Birgitta Elín Hassel og Bryndís Björgvinsdóttir. Tvær unglingasögur fá barnabókaverðlaun reykvískra fræðsluyfirvalda 2015; Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur var valin besta frumsamda bókin. Eleanor og Park var valin best þýdda barnabókin en Birgitta Elín Hassel og Marta Hlín Magnadóttir sneru þeirri sögu eftir bandaríska rithöfundinn Rainbow Rowell. Bryndís Björgvinsdóttir tók í gær við barnabókaverðlaunum skóla- […]