Gröndalshús

Gröndalshús í Grjótaþorpi er fyrrum heimili Benedikts Gröndals (1826-1907), rithöfundar, teiknara og fræðimanns. Í húsinu er sýning helguð Gröndal, vinnurými fyrir lista- og fræðimenn og gestaíbúð. Íbúðin er leigð erlendum rithöfundum, fræðimönnum og þýðendum íslenskra bókmennta sem vilja vinna að list sinni í Reykjavík. Gröndalshús stendur á horni Fischersunds og Mjóstrætis. Dvalartími er frá tveimur til átta vikna. Leiga er 60.000 kr. á viku og greitt er 5.000 kr. fyrir hvern aukagest. 

Í íbúðinni er svefnherbergi með stóru hjónarúmi, stofu með tvíbreiðum svefnsófa, fullbúnu eldhúsi og borðstofu/vinnukrók. Baðherbergi með sturtu. Þvottavél er í íbúðinni og sængur og sængurfatnaður fylgja auk handklæða. Frí nettenging.

Dagatal með upplýsingum um lausa daga og bókunareyðublað hér fyrir neðan. Frekari upplýsingar veitir Bókmenntaborgin: grondalshus@reykjavik.is


Dagatal


Bóka íbúð


Gröndalshús á korti

Gröndalshús á ja.is