Search
Close this search box.

Bókaverðlaun barnanna 2015

bokaverdlaun barnanna 2015-cropBókaverðlaun barnanna voru afhent í Borgarbókasafninu í Grófinni sumardaginn fyrsta, þann 23. apríl. Verðlaunin eru afhent einu sinni á ári og öll börn á landinu geta tekið þátt í valinu: þær bækur hljóta verðlaunin sem hljóta flest atkvæði, svo einfalt er það. Þá eru nokkrir krakkar, sem taka þátt í kjörinu, valdir af handahófi og hljóta viðurkenningu fyrir. Einn heppinn þátttakandi fær að venju verðlaunahöfundinn í heimsókn í bekkinn sinn.

Í ár eru það bækurnar Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson (Forlagið gaf út) og Dagbók Kidda klaufa: kaldur vetur eftir Jeff Kinney (Tindur gaf út), í þýðingu Helga Jónssonar, sem hljóta verðlaunin. Þeir Ævar og Helgi tóku á móti verðlaununum og hittu nokkra af krökkunum sem fengu viðurkenningu í ár.

Fréttin er tekin af vef Borgarbókasafnsins.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email