Jæja … frá formanni!

Jæja …  góður félagsfundur er að baki um samningamálin. Fundurinn var ætlaður til að bera saman bækur og taka niður ábendingar og tillögur. Ég fór í upphafi fundar yfir hinar margvíslegu samningsgerðir RSÍ. Hallgrímur Helgason sagði frá samningnum við útgefendur  og Gauti Kristmannsson fjallaði um  þýðingasamninginn og Sölvi Björn Sigurðsson kynnti könnun sína á kvikmyndarétti […]

Bókin í rafheimum – er ástæða til að óttast eða fagna?

Föstudaginn 2. október, á öðrum degi Lestrarhátíðar í Reykjavík, verður haldið opið málþing um mögulega framtíð bóka á íslensku í stafrænum heimi. Þingið er samstarfsverkefni Rithöfundasambands Íslands, Félags íslenskra bókaútgefenda, Hagþenkis, Landsbókasafns Íslands, Borgarbókasafns, Miðstöðvar íslenskra bókmennta og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO. Markmiðið er að skoða stöðuna á íslenskum bókamarkaði og velta vöngum yfir því sem […]

Félagsfundur RSÍ um samningsmál á miðvikudag!

Kæru félagar, við boðum til félagsfundar í Gunnarshúsi miðvikudagskvöldið 16. september næstkomandi kl 20:00 Efni fundarins: SAMNINGAMÁLIN Fundarstjóri Karl Ágúst Úlfsson Farið yfir helstu samningamál RSÍ KAFFI OG UMRÆÐUR Fjölmennið! Nú er lag að meta landslagið, koma sínum óskum á framfæri og ræða megin áhersluatriði svo samninganefndir fái skýrt umboð. ATH. einungis fyrir félaga í […]

ORÐSTÍR 2015

Fimmtudaginn 10. september nk. veita Catherine Eyjólfsson og Erik Skyum-Nielsen viðtöku nýrri heiðursviðurkenningu sem er ætluð þýðendum íslenskra bókmennta á erlend mál. Viðurkenningin nefnist ORÐSTÍR og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun afhenda hana á Bessastöðum fimmtudaginn 10. september kl. 17:00 í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík sem nú stendur yfir. Föstudaginn 11. september kl. […]

Jæja þá!

Jæja … Gleðitíðindi berast okkur frá yfirvaldinu. Við fögnum varlega í Gunnarshúsi en fögnum þó. Sá mikli áfangasigur hefur náðst að samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir 2016 er stefnt að því að Bókasafnssjóður höfunda verði 70 milljónir króna á næsta fjárlagaári. Hann mun því hækka úr 45 milljónum, en sú leiðrétting náðist með miklu þjarki í fyrra […]

Jæja – frá formanni

… jæja. Við í Gunnarshúsi gerum okkur klárar fyrir veturinn. Næg verkefni framundan. Fyrsta mál á dagskrá haustsins eru samningarnir. Þann 17. september næstkomandi verður haldin félagsfundur hér í húsinu og allir hvattir til að mæta. Við förum yfir samningamálin, ræðum útgáfusamninginn og þýðingasamninginn og forysta RSÍ vill sterkt umboð frá baklandinu áður en farið […]

Starfslaun listamanna 2016

Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2016 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. Umsóknarfrestur er til og með 30. september, kl. 17:00 Starfslaun eru veitt úr sex sjóðum, þeir eru: launasjóður hönnuða launasjóður myndlistarmanna launasjóður rithöfunda launasjóður sviðslistafólks launasjóður tónlistarflytjenda launasjóður tónskálda Auk starfslauna er sjóðunum heimilt að veita ferðastyrki. […]

Vinnuaðstaðan í Gunnarshúsi

VINNUSTOFUR Ágætu félagsmenn, 15. júlí lokum við skrifstofunni fyrir sumarið. Við minnum á að best er að leggja inn pantanir fyrir vinnuaðstöðuna í Gunnarhúsi í haust sem allra fyrst. Norðubæ og Sléttaleiti er líka gott að panta núna fyrir haustið! Norðurbær Sléttaleiti

Gröndalshús

Gröndalshús er komið á nýjan grunn í Grjótaþorpi. Hollvinir hússins fengu leiðsögn Hjörleifs Stefánssonar, arkítekts, um bygginguna nú fyrir helgi, en hópurinn hefur lagt til að húsið verði bókmennta- og fræðahús í eigu Reykjavíkurborgar. Í erindi hópsins til borgarinnar segir: ,,Þótt Reykjavík sé elsti sögustaður þjóðarinnar er sögulagið býsna þunnt þegar kemur að sjálfri höfuðborginni. […]

Frá formanni – jæja

Jæja, kæru félagar. Það er nóg að gera í Gunnarshúsi. Nýverið var lokið við að útdeila úr Bókasafnssjóði og vonandi eru flestir sáttir. Ný stjórn. Aðalfundur var haldinn í apríl.  Nýir stjórnarmenn eru Vilborg Davíðsdóttir, Sigurlín Bjarney Gísladóttir og Andri Snær Magnason. Andri er kominn aftur eftir nokkurra ára fjarveru en hann var jafnframt varaformaður […]