Search
Close this search box.

Tilnefningar á heiðurslista alþjóðlegu IBBY samtakanna

Barnabókmenntasamtökin IBBY á Íslandi hafa tilnefnt verk þriggja einstaklinga á heiðurslista alþjóðlegu IBBY samtakanna, en hver landsdeild samtakanna tilnefnir einn rithöfund, einn myndhöfund og einn þýðanda. Heiðurslistinn er birtur annað hvert ár og fá bækurnar á honum mikla alþjóðlega kynningu, bæði á heimsþingi IBBY sem næst verður haldið í ágúst 2016 í Auckland, Nýja-Sjálandi, og á farandsýningu bóka sem ferðast um allan heim í tvö ár.

• Ármann Jakobsson er tilnefndur fyrir Síðasta galdrameistarann.
• Áslaug Jónsdóttir er tilnefnd fyrir Skrímslakisa.
• Magnea J. Matthíasdóttir er tilnefnd fyrir þýðinguna á Afbrigði eftir Veronicu Roth.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email